Fold fasteignasala 552-1400 kynnir í einkasölu:
Stórglæsilegt einbýlishús með gestahúsi á tæplega hálfs hektara sjávarlóð (eignarlóð) í Kjós: Miðbúð 5, 276 Mosfellsbæ
Eignin er samtals rúmir 233 fm og skiptist í 185,7 fermetra einbýlishús við fjöruborðið í Hvalfirði og 47,6 fm. gestahús. Húsið er allt nýlega endurnýjað á einstaklega smekklegan hátt og gestahúsið er nýtt.
Húsið er tveggja hæða timburhús á steyptum grunni. Það stendur á 4.866 fm eignarlóð og er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík og 20 mínútna akstur er í Mosfellsbæ.
Neðri hæð: Komið er inn í
rúmgott
anddyri með góðu skápaplássi. Þaðan er gengt inn í opið rými eldhúss, borðstofu og stofu. Inn af anddyri er einnig
baðherbergi með upphengdu salerni og "walk-in" sturtuklefa. Fagurbláar flísar eru á veggjum.
Rúmgott opið
eldhús með stórri
Smeg Portofino eldavél með gashellum og rafmagnsbakarofni.
L-laga langborð með góðri vinnuaðstöðu og vaski. Skúffur og hillur eru undir borðinu svo og uppþvottavél. Veggir í eldhúsi eru flísalagðir og kastarabraut yfir vinnuborði og vaski. Á einni hlið eldhússins er fjórskipt hvít skápainnrétting. Þar eru búrskápar,
ísskápur og frystir og þvottavél og þurrkari. Langt borðstofuborð í eldhúsrýminu fylgir með í sölu svo og öll ofangreind tæki.
Rúmgóð
stofa í opnu rými með
mikilli lofthæð og frábæru útsýni til
sjávar og fjalla. Frá stofu er gengt út á
lóð með litlum palli.
Gólfhiti er á neðri hæð og gólfin flotuð og lökkuð, ljós að lit. Gólfsíðir gluggar eru í stofu og hluta efri hæðar. Ljós á kastarabrautum.
Á teikningu hússins er gert ráð fyrir tveimur svefnherbergjum á neðri hæð.
Stigi frá opna rýminu liggur upp á efri hæð.
Efri hæð:
Þar er rúmgott
svefnherbergi með ljósum skápum. Úr svefnherberginu er innangengt í
baðherbergi með frístandandi baðkari og handklæðaofni. Inn af baðherberginu er skáparými með rennihurð. Dúklagt gólf og flísar á einum vegg.
Á efri hæðinni er einnig gott
vinnurými með mögnuðu útsýni.
Gólfefni efri hæðar er harðparket.
Í húsinu er hitaveita með gólfhita á neðri hæð og ofnum á efri hæðinni. Rafmagnskynding er í gestahúsinu þar sem er líka gólfhiti.
Hægt er að hafa skráð lögheimili á staðnum.
Húsið er teiknað af Jóni Eiríki Guðmundssyni byggingarfræðingi.
Nýtt 48 fm einingahús er á lóðinni. Það skiptist í
stofu/vinnurými, opið eldhús með tveggja hellu span
Electrolux eldavél og bakaraofni.
Svefnherbergi og
baðherbergi með sturtuklefa, upphengdu salerni og handlaug. Stofan getur einnig verið innréttuð sem svefnherbergi.
Heimasíða hússins er:
https://www.midbud5.com/
Fold fasteignasala 552-1400, Sóltúni 20, 105 Reykjavík. fold@fold.is
Viðar
694-1401 / Gústaf Adolf
895-7205/ Hörður 899-5209
www.fold.is
Við erum á
Facebook.