Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 2ja herbergja íbúð á 5. hæð að Grandavegi 42B í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúðinni fylgir mjög gott stæði í lokaðri bílageymslu. Svalir íbúðar eru stórar og nýtast sem hluti af stofu vegna svalarlokunar. Útsýni er af svölum til suðurs yfir Reykjavík og til Bláfjalla. Stutt er í alla helstu þjónustu og út á fína hjóla- og göngustíga niður við sjó.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvikjastofnun 76,4m2. **HÉR MÁ NÁLGAST 3D VIDEO AF EIGNINNI. KÍKTU Í HEIMSÓKN MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR !Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:Forstofa er inn af teppalagðri sameign. Lyfta er skammt frá hurð inn í íbúð. Innan íbúðar eru fataskápar sem ná upp í loft. Einnig er bekkur til að tylla sér á. Ljósar gólfflísar, eins og eru inni á baðherbergi. Dyrasími er m.a. með lyklanúmeri og er aðkoma inn í húsið fyrir gangandi um aðalinngang og hlið í bílakjallara.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými með eldhúsi og eru stórir gluggar til suðurs. Útgengi er út á svalir. Parket á gólfi stofu.
Eldhús er með HTH innréttingu á tveimur veggjum. Hvít kvartstein borðplata og niðurfelldur vaskur. Undir efri skápum er lýsing og háfur er yfir helluborði. Tveir ofnar, innfelldur ísskápur með frysti og innfelld uppþvottavél. Eldhús er í opnu rými með stofu. Parket á gólfum.
Herbergi er rúmt með fataskápum sem fylla einn vegg. Gluggi snýr til suðurs út á svalir. Parket á gólfi.
Baðherbergi er rúmgott með stæði og tengi fyrir þvottavél og þurrkara inni í hvítum skáp með rennihurðum. Walk-in sturta, upphengt salerni, hvítur handklæðaofn og vönduð HTH innrétting undir handlaug og veggfestum speglaskáp með ljósi. Borðplata er kvartsteinn, eins og í elhúsi. Ljósbrúnar gólfflísar og hvítar háglans veggflísar (30x60 cm.) frá Parka.
Svalir eru með svalarlokun og er 9,4 m2 að stærð og eru ekki inni í heildarfermetrum íbúðar. Glæsilegt útsýni er til suðurs yfir að Bláfjöllum, Hallgrímskirkju og borgina. Svalirnar nýtast sem viðbót við stofurými vegna svalarlokunar og veggfestum rafmagnshitara. Ljósar gólfflísar.
Geymsla íbúðar er í sameign. Merkt 0018 og birt stærð 7,2 m2. Geymslan er vel staðsett, aftan við lyftu og nálægt hurð inn í bílakjallara.
Bílastæði íbúðar (E50) er mjög rúmgott og staðsett nálægt inngangi inn í lyftuhús. Um endastæði er að ræða og fylgir veggfest rafmagnshleðslustöð. Bílakjallari húss er á tveimur hæðum og er bílastæði íbúðar á efri hæð þess. Á efri hæð eru einnig þrjú bílaþvottastæði og 19 gestastæði í sameign allra. Aðkeyrsla í bílakjallara efri hæðar er sunnan við húsið.
Hjóla- og vagnageymslur eru í sameign. Einnig sorpgeymslur.
Innréttingar í íbúð eru frá HTH. Eldhúsinnrétting er spónlögð með brúnleitum spón með hvítu plastlögðu innvolsi. Borðplata er 20mm þykkur kvartsteinn. Vaskur í eldhúsi er frá Pyramis og blöndunartæki frá Hans Grohe. Einnig fylgir AEG spanhelluborð m/snertirofum, AEG fjölvirkur sjálfhreinsandi ofn með blæstri, AEG fjölvirkur veggofn með grilli og blæstri/örbylgjuofn ásamt háfi. Kæliskápur og uppþvottavél eru innfelld, einnig frá AEG.
Parket er quick step.
Hlutfallstala í sameign í húsi og lóð er 0,32%. Nánar um hlutfallstölur í eignaskiptayfirlýsingu.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is -Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-