Höfði fasteignasala kynnir:
OPIÐ HÚS - Fimmtudaginn, 1. júní milli kl. 17:30 og 18:00
- Verið velkomin!
EINSTÖK OG STÓRGLÆSILEG 90 FM. 3JA HERB. ÍBÚÐ Í LYFTUHÚSNÆÐI MEÐ VÖNDUÐUM INNRÉTTINGUM, BREIÐUM SUÐVESTUR SVÖLUM MEÐ EINSTÖKU ÚTSÝNI M.A. ÚT Á URRIÐAVÖLL GO.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 89,9 fm.
Um er að ræða fallega og rúmgóða 3ja herbergja íbúð á 4.hæð (efsta hæð) í vönduðu steinsteyptu 14 íbúða lyftuhúsnæði byggðu árið 2022 með 3,5 metra lofthæð og fallegu útsýni.
Íbúðin er skráð 85,8 fm. og geymsla 4,1 fm.
Gengið er inn í rúmgóða forstofu, inn af henni er gangur (hol), en til vinstri er svefnálma með baðherbergi og til hægri eru stofurnar og eldhúsið. Stofurnar eru breiðar og rúmgóðar og eldhúsið er opið í stofurnar. Baðherbergi er á milli svefnherbergjanna. Stórir gluggar eru í íbúðinni. Gengið er út á rúmgóðar 11 fm. suð-vestur svalir úr stofunni (ekki í fermetratölu). Góð 4,1 fm. geymsla fylgir íbúðinni á jarðhæð. Einnig er sameiginleg hjólageymsla og sér vagnageymsla á jarðhæðinni.
Forstofa/gangur: Í forstofu er góður fataskápur og flísar á gólfi, parket er á ganginum.
Stofur: Bjartar með parketi á gólfum, mikil lofthæð, gengið út á suðvestur rúmgóðar og breiðar svalir, fallegt útsýni. t.d. yfir golfvöll Odds.
Eldhús: Glæsilegar innréttingar, gott skápa- og borðpláss, undirlímdur vaskur og eyja með Span helluborði, parket á gólfi. Innbyggður kæli-/frystiskápur og innbyggð uppþvottavél fylgir eldhúsi, mikil lofthæð.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, rúmgóð walk-in sturta og upphengt salerni, góður skápur undir handlaug, handklæðaofn og þvottavélapláss.
Svefnherbergin: Bæði herbergin eru rúmgóð með parketi á gólfum, innbyggðir góðir fataskápar.
Svalir: Breiðar 10,9 fm. skjólgóðar útsýnis svalir með góðri grillaðstöðu, snúa í suð-vestur með miklu útsýni, steypt þak er yfir svölunum.
Geymsla: Sér 4,1 fm. geymsla fylgir á jarðhæð.
Sameign: Snyrtileg sameign og stigagangur, sameiginleg rúmgóð hjólageymsla og sér vagnageymsla við geymslugang á jarðhæð.
- Gólfefni er harðparket frá Parki Interiorsi og flísar frá framleiðandanum Kermam Marazzi úr Álfaborg og Unidrain niðurfall í walk-in sturtu.
- Í eldhúsi er vönduð Nobilia innrétting frá GKS trésmiðju, borðplata úr kvartssteini frá Silestone úr Steinsmiðjunni Rein. Vönduð eldhústæki frá AEG.
- Allar innréttingar og skápar eru af vandaðri gerð frá GKS trésmiðju.
- Leyfi er fyrir að setja upp svalalokun.
- Ljósleiðari er komin inn í íbúðina.
- Myndavéladyrasími.
- Húsið að utan er klætt og því viðhaldslítið.
- Húsbyggjandi og aðalverktaki er Gerð ehf.
- Nokkur skref á golfvöll Odds - Urriðavöll.
Stílhrein eign fyrir vandláta á barna- og gæludýravænum stað í Urriðaholti, Garðabæ. Stutt í grunn- og leikskóla, verslanir og þjónustusvæði sem og góðar samgönguæðar sem stytta leiðir í allar áttir . Útsýni er úr íbúðinni til suðurs að Reykjanesi sem og til sjávar og til norðurs yfir Heiðmörkina. Fáein fótspor í helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortnar náttúru, hjóla- og gönguleiðir við Heiðmörk. Sjá nánar um Urriðaholt: www.urridaholt.is
Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf. GSM: 896-3038 e-mail: johann@hofdi.is