ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu mikið endurnýjað 4 herbergja steypt einbýlishús með rúmgóðum bílskúr við Hólagötu 4 í Sandgerði, Suðurnesjabæ.
Um er að ræða vel skipulagða eign, birt stærð er 181 fm þar af 62,7 fm bílskúr, á vinsælum stað í Sandgerði. Stutt í alla þjónustu, nýjan glæsilegan leikskóla og skóla og íþróttamiðstöð. Aðeins 30 mínútur frá höfuðborgarsvæðinu.
*Gluggar endurnýjaðir ásamt svalahurðum, hurð bætt við í stofu og út á baklóð.
*Hurðar endurnýjaðar.
*Þak og pappa skipt út 2023. Timbri á þakkanti á íbúðarhluta og bílskúr hefur einnig verið endurnýjað.
*Sólpallur og skjólgóður garður.
*Rafmagn endurnýjað.
*Heitt og kalt vatn endurnýjað.
*Hitaveituofnar endurnýjaðir að undanskildum tveimur.
*Gólfefni endurnýjuð.
*Stór garður og sólpallur.Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veitir:Elín Frímannsdóttir
Löggiltur fasteignasali
elin@allt.is
560-5521 / 867-4885Nánari lýsing: Forstofa með flísum á gólfi,
Rúmgott
eldhús með nýlegri innréttingu og eldhústækjum, parket er á gólfi, stór hvít innrétting og nýlegur bakarofn og innbyggður örbylgjuofn.
Þvottarhús og
geymsla er innangengt úr eldhúsi, þar eru flísar á gólfi, góð innrétting og hurð út á lóð.
þrjú svefnherbergi, með harðparketi á gólfum. Fataskápar geta fylgt með.
Baðherbergið er nýlega uppgert flísalagt í hólf og gólf, gólfhiti, nýleg innrétting og tæki ásamt handklæðaofn.
Bílskúr er rúmgóður með nýlegri aksturshurð. Rafmagn hefur verið endurnýjað og veggir klæddir með spónaplötum. Affall af húsi nýtt til upphitunar bílskúrs.
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um
ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.