Skráð 20. mars 2023
Deila eign
Deila

Hátún 4

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
117.6 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
99.800.000 kr.
Fermetraverð
848.639 kr./m2
Fasteignamat
69.250.000 kr.
Brunabótamat
46.250.000 kr.
Byggt 1960
Lyfta
Garður
Útsýni
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2010004
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
9
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
endurnýjaðar árið 2016
Raflagnir
endurnýjaðar að hluta 2016
Frárennslislagnir
gamlar
Gluggar / Gler
allir nýjir nema einn inn á baðherbergi og í sjónvarpsstofu
Þak
gamalt
Svalir
tvær svalir- suður og norður
Upphitun
ofnar
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
* Munur getur verið á upprunalegri grunnteikningu af íbúðinni og eins og hún er núna, þar sem eldhús íbúðarinnar var opnað árið 2016, þegar endurbætur áttu sér stað. 
* Húsfélagið mun klára að lagfæra þakkant norðan megin fyrir ofan glugga og svalahurð í íbúðinni.  
* Búið er að eitra fyrir kakkalökkum sem fundust í einni íbúð í húsinu og fá svo meindýraeyðir til að koma fylgja því eftir.
* Laga leka í hitakerfi í stétt baðvið húsið og finna lausn á póstkassamálum. Skipta um hurðapumpur, gólflista, húns og ljós. 
* Lagfæra lyftugang og skoða útiljós.
* Gluggar settir á bið þangað til að ofangreint viðhald væri búið sem og lagfæring sorpgeymslu. 
Úttekt hefur farið fram á húsinu og eru til minnisblöð frá Verkþjónustunni um ástand glugga og skoðun klæðningar. 
Til minnisblað um leka á suðurhlið í íbúð 901. 
Kvöð / kvaðir
* Leigusamningur 411-U-008115/2007 Leigusamningur um afnot af þaki hússins, vegna fjarskiptabúnaðar. 
Domusnova fasteignasala kynnir glæsilega og mikið endurnýjaða þakíbúð við Hátún 4 

Samkvæmt yfirliti frá FMR frá Þjóðskrá er eignin samtals skráð 117,6 m2. 
Umrædd eign á enga sína líka hvað varðar útsýni, - gott útsýni að Hallgrímskirkju og Háteigskirkju svo dæmi sé tekið. Sunnan megin sést vel upp að Esju og Móskarðshjúkum og gott útsýni úr stofu í átt að Laugardal. Þetta er sannkölluð útsýnisperla sem lætur engan ósnortinn. Saga íbúðarinnar er skemmtileg en hún var upphaflega happdrættisvinningur í happdrætti DAS. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð af núverandi eigendum á afar vandaðan hátt, gegnheilt stafaparket úr Eik á gólfi, Sant verde tinos marmari á eldhúseyju og inn á baðherbergi og blöndunartæki frá Vola. Allir tenglar og innstungur endurnýjaðar frá Berker. 

Nánari lýsing: 
Íbúðin er staðsett á 9. hæð hússins og lyfta gengur upp að stigagangi sem er eingöngu fyrir umrædda íbúð. 

Forstofa: parket á gólfi, fataskápur og við hlið hans er skápur sem geymir innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. Nýlegur myndavéladyrasími. 
Eldhús: parket á gólfi, hvít eldhúsinnrétting, eyja með grænum Santverde tinos marmara og gashelluborði. 
Stofa- og borðstofa: parket á gólfi, útgengt á 18,5 m2 þaksvalir sem snúa í suður frá borðstofu. 
Herbergisgangur: parket á gólfi, innbyggður skápur í vegg með góðu skápaplássi. 
Baðherbergi: lakkað flot á gólfi, niðurtekið loft með innfelldri lýsingu, Santverde tinos marmari og vaskur ofan á baðinnréttingu, baðkar með sturtu aðstöðu og blöndunartæki frá Vola. Guli skápurinn fyrir ofan salernið er upprunalegur frá 1960. Fallegt sjávarútsýni frá baðherbergis glugga. 
Herbergi I: parket á gólfi, fataskápur. 
Herbergi II: parket á gólfi, fataskápar, frá herberginu er útsýni í átt að Akranesi og útgengt á 18,5 m2 þaksvalir sem snúa í norð-vestur. 
Hol/Herbergi: parket á gólfi, rýmið er nýtt sem skrifstofa, en auðveldlega má setja upp vegg með hurðagati og búa til þriðja herbergið. Þaðan er útgengt út á þaksvalir sem snúa í norð-vestur. 
Geymsla: staðsett í kjallara hússins. 

Næg bílastæði eru staðsett á bílaplani sem er staðsett fyrir framan og til hliðar við aðalinngang blokkarinnar. Staðsetning umræddrar eignar er góð, en hún er staðsett nærri þjónustukjarna og verslunum í Borgartúni og þá er stutt í fjölbreytta flóru veitingastaða sem staðsettir eru á Suðurlandsbraut og Laugarvegi. 

Að sögn eigenda hefur eignin verið mikið endurnýjuð; 
Árið 2023 var skipt um alla glugga, gler og svalahurðir bæði norðan og sunnan megin í íbúðinni. 
Árið 2016 voru raf- og vatnslagnir yfirfarnar og skipt um eftir þörfum og voru framkvæmdir unnar af fagmönnum. 
Árið 2016 var skipt um eldhúsinnréttingu, eldhús opnað, gólfefni, baðherbergi endurnýjað og skipt um fataskápa í forstofu og hjónaherbergi. 

Allar upplýsingar veitir Guðný Ösp Ragnarsdóttir, lgf. í síma 665 8909 eða go@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á


 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
04/12/201431.000.000 kr.38.500.000 kr.117.6 m2327.380 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Mynd af Guðný Ösp Ragnarsdóttir
Guðný Ösp Ragnarsdóttir
Löggiltur Fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Stakkholt 2B
Bílastæði
Skoða eignina Stakkholt 2B
Stakkholt 2B
105 Reykjavík
123.7 m2
Fjölbýlishús
413
832 þ.kr./m2
102.900.000 kr.
Skoða eignina Hallgerðargata 11A
Hallgerðargata 11A
105 Reykjavík
121.1 m2
Fjölbýlishús
413
784 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Skoða eignina Hallgerðargata 11A
Hallgerðargata 11A
105 Reykjavík
121.1 m2
Fjölbýlishús
413
784 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Skoða eignina Kirkjuteigur 14
Skoða eignina Kirkjuteigur 14
Kirkjuteigur 14
105 Reykjavík
155 m2
Hæð
825
632 þ.kr./m2
97.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache