Fasteignaleitin
Skráð 28. mars 2025
Deila eign
Deila

Vallartröð 5

EinbýlishúsNorðurland/Akureyri-605
193.8 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
99.500.000 kr.
Fermetraverð
513.416 kr./m2
Fasteignamat
71.900.000 kr.
Brunabótamat
85.750.000 kr.
SS
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1980
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2160118
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Holsteinn
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað 2014
Raflagnir
Rofar, tenglar og tafla endurn 2014
Frárennslislagnir
Upprunalegar/ en í plasti
Gluggar / Gler
Gluggar upprunalegir, gler endurn. að hluta
Þak
Upprunalegt/ endurn. þakkantur og rennur 2015
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita/gólfhiti
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Múrskemmdir að utanverðu við skorstein, bílskúr og í stétt að húsi.
Húsið er ekki að fullu í samræmi við teikningar.
Hitaþráður í heitum potti er ónýtur.
Ummerki um leka í bílskúr (síðan áður enn nýr pappi var settur)
Stundum finnst gaslykt frá gaseldavélinni, gaskútur er fyrir utan eldhúsglugga.
Leki kom upp á baðherbergi árið 2024 sem búið er að gera við en á sama tíma var gólfefni af barnaherberginu við hliðina tekið af.
Gluggalista vantar á nokkrum stöðum. 
Fasteignasalan Hvammur 466 1600

Vallartröð 5 Eyjafjarðarsveit - Skemmtilegt 4 herbergja einbýlishús á einni hæð með bílskúr og geymsluskúr við litla botnlangagötu - stærð 193,8 m2 


Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu og borstofu, baðherbergi, 3 svefnherbergi, þvottahús, bílskúr og geymsluskúr á lóð.  Einnig er í húsinu svefnloft og geymsluloft innaf.

Forstofa er með flísum á gólfi.
Eldhús er með flísum á gólfi, ljósri spónlagðri viðarinnréttingu með dökkri bekkplötu og flísum á milli skápa. Gaseldavél.  
Stofa og borðstofa eru með flísum á gólfi og þar eru loftin tekin upp og gluggar til þriggja átta. Flísalagður arin er í stofunni og útgangur á pall til suðurs. Stórir gluggar eru á stafni hússins til vesturs. Farið er uppá svefnloft úr stofunni og þaðan inná geymsluloft.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, ljósri innréttingu, upphengdu wc, handklæðaofni og walk-in sturtu. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Svefnherbergin eru þrjú, tvö með harð parketi á gólfi og eitt án gólfefna. Í hjónaherberginu er góður hvítur fataskápur.
Þvottahús er með dökkum flísum á gólfi, hvítri innréttingu, salerni og tveimur útgöngum, öðrum út á bílastæði til austurs og hinum út á pall til suðurs.
Bílskúr er skráður 52,4 m2 að stærð og er hann með tveimur gönguhurðum og innkeyrsluhurð.  Heitt og kalt vatn er í skúrnum og rafmagn.  Rafknúinn hurðaropnari á innkeyrsluhurð.
Geymsluskúr er á lóð, um15 m2 að stærð með steyptu gólfi og niðurfalli, einangraður og í honum er rafmagn. Skúrinn er ekki að fullu kláraður.

Lóðin er snyrtileg.  Framan við húsið er malbikað rúmgott bílaplan og steypt stétt með hita í að aðaldyrum (affallið af húsinu).  Hellulögð verönd er framan við húsið og einnig er hellulögð verönd sunnan við hús auk timburverandar.  Á timburveröndinni er heitur pottur og hitastýring fyrir hann er í bílskúr.

Annað:
- Malbikað bílastæði er fyrir framan bílskúr og með austurhlið bílskúrs og að geymsluskúrnum.
- Húsið málað að utan árið 2016.
- Þakrennur og þakkantur endurnýjað árið 2016.
- Búið er að skipta um gler að hluta.
- Þakpappi endurnýjaður á bílskúr árið 2021
- Ljósleiðari er kominn inn og tengdur.
- Skemmtilega staðsett hús í botnlangagötu í Hrafnagilshverfi.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 


 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
07/05/202466.150.000 kr.87.500.000 kr.193.8 m2451.496 kr.
12/03/201428.350.000 kr.29.000.000 kr.193.8 m2149.638 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1980
52.4 m2
Fasteignanúmer
2160118
Byggingarefni
Holsteinn
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
16.000.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Svæðisupplýsingar

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Bakkatröð 12
Bílskúr
Skoða eignina Bakkatröð 12
Bakkatröð 12
605 Akureyri
142 m2
Raðhús
413
668 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Skoða eignina Bakkatröð 12
Bílskúr
Skoða eignina Bakkatröð 12
Bakkatröð 12
605 Akureyri
142 m2
Raðhús
413
668 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Skoða eignina Vallartröð 1
Skoða eignina Vallartröð 1
Vallartröð 1
605 Akureyri
215.7 m2
Einbýlishús
514
461 þ.kr./m2
99.500.000 kr.
Skoða eignina Sunnutröð 6
Bílskúr
Skoða eignina Sunnutröð 6
Sunnutröð 6
605 Akureyri
163.2 m2
Einbýlishús
514
624 þ.kr./m2
101.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin