Fasteignaleitin
Skráð 9. apríl 2024
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Pilar de la Horadada

FjölbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
61 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
37.300.000 kr.
Fermetraverð
611.475 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Garður
Bílastæði
Sérinng.
Fasteignanúmer
200270324
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Góðar svalir og möguleiki á þakverönd
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sérinngangur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FLOTTAR ÍBÚÐIR Í LITLUM FJÖLBÝLISHÚSUM, TILBÚNAR TIL AFHENDINGAR STRAX.*

Bjartar og vel hannaðar  nýjar íbúðir í litlum fjölbýlishúsum  á frábærum stað í Pilar de la Horadada, snyrtilegum  bæ, ca. klst. akstur í suður frá Alicante. Hægt er að velja íbúðir á neðstu hæð með sér garði, íbúðir á miðhæð með góðum svölum og íbúðir á efstu hæð með sér þakverönd. Lokaður garður með sundlaug, leiksvæði fyrir börnin og líkamsræktartækjum. Tvö eða þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, góð stofa, eldhús opið við borðstofu. Stæði í bílakjallara ásamt sér geymslu. 
Fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni, Lo Romero, Roda golf, Las Ramblas, Villamartin, Campoamor og Las Colinas. Stutt göngufæri í verslanir og veitingastaði. Stutt á fallega strönd.

Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. karl@spanareignir.is. GSM 777 4277.

Skipulag:

Komið er inn í opið rými þar sem er rúmgóð stofa, borðstofa og opið eldhús við borðstofu. Eldhúsið er fallega innréttað og tengist borðstofunni á skemmtilegan máta.  Tvö eða þrjú svefnherbergi. Sér baðherbergi inn af einu svefnherberginni og auk þess annað baðherbergi.
Rafmagnstæki fylgja.
Gólfhiti á baðherbergjum.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun. 

Um er að ræða þrjár litlar blokkir. Ein blokkin er með þrjár hæðir, og þar er lyfta.
Íbúðum á neðstu hæð fylgir lítill sér garður við húsið þar sem hægt er að njóta sólarinnar.
Íbúðum á miðhæð fylgja góðar svalir.
Íbúðir á efstu hæð eru með góðum svölum og auk þess er stór sér þakverönd með frábærri sólbaðsaðstöðu.
Fallegur sameiginlegur lokaður sundlaugagarður með góðri aðstöðu og líkamsrækt.


Verð miðað við gengi 1Evra=150ISK.
Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi:
Íbúð á jarðhæð með verönd og sérgarði. Verð frá 249.900 Evrum (ISK 37.400.000) + 10% skattur og ca. 3%  kostn. við kaupin
Íbúð á miðhæð með svölum. ALLAR UPPSELDAR.
Íbúð á efstu hæð með svölum og sér þaksvölum. Verð frá 279.900 Evrum (ISK41.900.000) + 10% skattur og ca. 3%  kostn. við kaupin

Þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. ALLAR UPPSELDAR.


Tilbúnar til afhendingar strax.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar:  www.spanareignir.is

10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: sameiginlegur sundlaugargarður, þakverönd, sér garður, air con, ný eign, bílastæði, geymsla
Svæði: Costa Blanca, Pilar de la Horadada,
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
200270324
Fasteignanúmer
200270324

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Villamartin
SPÁNAREIGNIR - Villamartin
Spánn - Costa Blanca
64 m2
Hæð
322
564 þ.kr./m2
36.100.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - El Raso
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - El Raso
Spánn - Costa Blanca
80 m2
Fjölbýlishús
322
451 þ.kr./m2
36.100.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Los Altos
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Los Altos
Spánn - Costa Blanca
75 m2
Fjölbýlishús
322
500 þ.kr./m2
37.500.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - El Raso
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - El Raso
Spánn - Costa Blanca
78 m2
Fjölbýlishús
322
469 þ.kr./m2
36.600.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin