Fasteignaleitin
Skráð 2. okt. 2024
Deila eign
Deila

Mosarimi 35

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
156.7 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
125.900.000 kr.
Fermetraverð
803.446 kr./m2
Fasteignamat
113.700.000 kr.
Brunabótamat
67.600.000 kr.
Mynd af Berglind Hólm Birgisdóttir
Berglind Hólm Birgisdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1995
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2219497
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
í lagi
Raflagnir
í lagi
Frárennslislagnir
í lagi
Gluggar / Gler
í lagi
Þak
i lagi
Svalir
2 x verönd
Upphitun
ofnakerfi
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Berglind Hólm lgfs. og RE/MAX kynna: Einstaklega gott og vel viðhaldið raðhús á barnvænum stað innst í Mosarima í Grafarvogi. Húsið er á einni hæð með góðum bílskúr og á einstaklega stórri lóð með fallegum gróðri og tveimur stórum timbur veröndum. Í eigninni eru 3 svefnherbergi og tvær stórar stofur ásamt rúmgóðu eldhúsi, baðherbergi með baðkari og sturtu, sjónvarpsholi, stóru þvottahúsi og góðum bílskúr. Húsið hefur fengið sérlega gott viðhald í gegnum árin og er í góðu ástandi. Eignin stendur á stórri lóð innarlega í rólegum botnlanga. Hægt er að ganga beint út úr garðinum yfir að skólanum og íþróttamiðstöð Rimahverfisins. Frábært staðsetning í hverfinu. 

Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is

Nánari lýsing eignar: 

Keyrt er upp að húsinu upp á stórt hellulagt bílastæði sem rúmar tvo til þrjá bíla. Snjóbræðslulagnir eru lagðar undir hellurnar en aðeins á eftir að klára tengingu á þeim inn í bílskúrnum. Á móti húsinu eru einnig góð sameiginleg gestastæði. 
Forstofa: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og góðum þreföldum fataskáp sem nær upp í loft. Hurð með glugga skilur á milli forstofu og alrými eignarinnar. Hiti í gólfi. 
sjónvarpshol: Þegar komið er inn úr forstofu er rúmgott sjónvarpshol með viðarparketi á gólfi. Opið er frá sjónvarpsholinu yfir að stofunni og einnig að eldhúsinu. Hurð til að ganga út á stóra timburverönd og út í garð er á milli sjónvarpshols og setustofu. 
Eldhús: Eldhúsið er rúmgott með opnun bæði yfir í sjónvarpshol og yfir að borðstofu. Flísar eru á gólfi og góð innrétting er í U + einn vegg. Sérlega mikið skápapláss er í innréttingunni. Vaskur er við glugga og eldunaraðstaða er í eyju við borðkrók. Borðkrókurinn er rúmgóður og einnig við glugga. Ofn er í vinnuhæð.
Þvottaherbergi: Inn af eldhúsinu er mjög rúmgott þvottaherbergi með góðri innréttingu, miklu vinnuplássi og skolvask. Opnanlegur gluggi. Geymsluloft er fyrir ofan þvottaherbergið. 
Borðstofa: Í vinkil frá stofu er góð borðstofa með parketi á gólfi og sérlega fallegum stórum glugga. Hægt er að ganga beint frá eldhúsinu inn í borðstofuna en einnig er borðstofan opin yfir í setustofuna. 
Setustofa: Setustofan er rúmgóð með parketi á gólfi á milli borðstofu og sjónvarpshols. Stór fallegur gluggi prýðir setustofuna sem snýr út í garðinn. 
3 x svefnherbergi: Svefnherbergin eru þrjú. Herbergin eru öll með parketi á gólfi og góðum fataskápum. Í einu herberginu er búið að útbúa milliloft með stiga, einskonar svefnloft. 
Baðherbergi: Baðherbergið er rúmgott með opnanlegum glugga. Bæði er baðkar og sér sturta á baðherberginu.  Góð innrétting er undir vaskaborðinu og beggja vegna við spegilinn. Flísar eru á gólfi og á öllum veggjum. 
Bílskúr: Bílskúrinn er skráður 24,5fm af heildarstærð hússins. Góð lofthæð er í skúrnum og búið að útbúa milli loft yfir hluta af honum. Hurð er við enda skúrsins sem hægt er að fara út um út í garð og út á verönd sem er fyrir aftan hann. 
Garður: Fyrir framan húsið er sérlega falleg aðkoma með stóru bílaplani og fallegum beðum og hekki. Á bak við húsið fylgir eigninni sérlega stór og mikil lóð með tveimur timburveröndum með skjólgirðingum, grasbletti, stórum og fallegum trjám og beðum, ásamt fánastönd. 

Um er að ræða fallegt og gott fjölskylduhús á einni hæð á besta stað í Rimahverfinu í Grafarvogi. 

Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is


 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Jöfursbás 5
Bílastæði
Opið hús:16. nóv. kl 12:00-12:30
Skoða eignina Jöfursbás 5
Jöfursbás 5
112 Reykjavík
135.3 m2
Fjölbýlishús
324
1019 þ.kr./m2
137.900.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 5A - íb. 306
Bílastæði
Jöfursbás 5A - íb. 306
112 Reykjavík
118.7 m2
Fjölbýlishús
32
993 þ.kr./m2
117.900.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 5C - íb. 502
Bílastæði
Jöfursbás 5C - íb. 502
112 Reykjavík
135.3 m2
Fjölbýlishús
322
1019 þ.kr./m2
137.900.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 5
Bílastæði
Opið hús:16. nóv. kl 12:00-12:30
Skoða eignina Jöfursbás 5
Jöfursbás 5
112 Reykjavík
118.7 m2
Fjölbýlishús
322
993 þ.kr./m2
117.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin