***Seljandalán í boði***
ALDA fasteignasala kynnir í sölu glæsileg fullbúin fjögurra herbergja raðhús við Ásabraut 51, 245 Sandgerði. Allar nánari upplýsingar veitir Valgeir Leifur, aðstoðarmaður fasteignasala, sími: 780-2575 eða valgeir@aldafasteignasala.is Smelltu hér fyrir myndband af eigninni.Raðhúsin eru timburhús á steyptri plötu með gólfhita og neysluvatnslögnum, byggð árið 2022. Vandað hefur verið til verka og innréttinga og eru innihurðir úr parka, gólfefni úr parka, vönduð blöndunartæki frá Gröhe/Mora, AEG heimilistæki, HTH innréttingar og innfelld lýsing í öllum húsunum og epoxy á gólfi í bílskúr.
Samkvæmt skráningu þjóðskrá skiptist eignin í 109,2 m² íbúð og bílskúr 25,8 m², samtals 135 m².Nánari lýsing:Anddyri er flísalagt með góðum fataskáp, innangengt í bílskúr. 60x60 flísar á gólfi frá Parka.
Alrými sem tengir saman stofu, borðstofu og eldhús. Úr alrýminu er gengið út í garð. Colorado Oak harðparket frá Parka.
Eldhús með veglegri L-laga innréttingu frá HTH, þar má finna vönduð AEG heimilistæki frá Ormsson: spanhelluborð, bakaraofn í vinnuhæð, innbyggða uppþvottavél og innbyggðan ísskáp. Colorado Oak harðparket frá Parka.
Svefnherbergi I er rúmgott með fataskápum og Colorado Oak harðparket frá Parka.
Svefnherbergi/geymsla II er gluggalaust herbergi með fataskápum og Colorado Oak harðparket frá Parka.
Svefnherbergi III er rúmgott hjónaherbergi með fataskápum og Colorado Oak harðparket frá Parka.
Baðherbergi er hið glæsilegasta, flísalagt nánast hólf í gólf, vönduð tæki frá Gröhe og Mora, mikið skápapláss, vegghengt salerni með ljúflokun, góð sturta með hertu gleri í vegg og handklæða ofn.
Bílskúr er rúmgóður, stór og góð þvottahúsinnrétting frá HTH þar sem hugsað er fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Í bílskúrnum er að finna 10m² geymsluloft með góðu aðgengi um stiga. Bílskúrinn er með epoxy á gólfi og rafmagnshurðaopnara.
Að utan: Útveggir eru klæddir með láréttri fínbáru frá Áltak og þakkantur með sléttri álklæðningu og flasningu.
Þak er hefðbundið, klætt með aluzink þakstáli og lokað með kjöl og flasningum. Þakhalli er 14°.
Gluggar og hurðir eru ARLA frá Arlanga, hvítir álklæddir timburgluggar og hurðir.
Bílskúrshurð er frá FrontX og með bílskúrshurðaropnara.
Lóð er fullfrágengin með torfi og bílastæði/inngangur steypt plan með hitalögnum og ljósastaurum.
Dren er lagt umhverfis húsið og tengt við skolp.
Sorptunnuskýli eru fullfrágengin með viðar hurðum og lokum.
Bílastæði er fyrir tvö ökutæki og eitt í bílskúr.
Hleðslustöð fyrir rafbíla er auðveldlega hægt að setja upp, gert ráð fyrir þeim í rafmagnstöflu.
Heilt yfir er um að ræða glæsilega nýja eign í grónu hverfi þar sem stutt er í alla almenna þjónustu.Nánari upplýsingar veita Valgeir Leifur, aðstoðarmaður fasteignasala, sími: 780-2575 eða valgeir@aldafasteignasala.is og Halldór Kristján lgf, halldor@aldafasteignasala.isKostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 kr fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði. Kaupandi greiðir 0,3% af brunabótamati í skipulagsgjald.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALDA fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.