Selt með fyrirvara sem gildir til 10. desmber 2025.
TVEGGJA HERBERGJA 79,6 FM ÍBÚÐ Í EKRU MEÐ SÉR INNGANGI AF SVÖLUM. LAUS VIÐ KAUPSAMNING.
NÝTT Í SÖLU - Valhöll fasteignasala Síðumúla 27, Sími: 588-4477 og Snorri Snorrason. Lg.fs. Sími: 895-2115 eða snorri@valholl.is, kynna: 2ja herbergja íbúð á 2. hæð við Víkurbraut á Höfn Hornafirði. Birt stærð íbúðar er 79,6 m² auk hlutdeildar í sameign. Mötuneyti og dagvist aldra eru á jarðhæð hússins og heilsugæslustöðin er við sömu götu. Lyfta er í húsinu og mögulegt er að ganga inn í húsið norðan megin. Mjög gott aðgengi er að íbúðinni sunnan megin frá, beint frá bílastæði sem þar er. Sá inngangur hefur verið notaður sem aðalinngangur íbúðarinnar.
Sér afnotaréttur er af lóð sem liggur á milli íbúðar og gangstéttar.
Skv skipulagi er svæðið ætlað fyrir eldri borgara og þjónustu þeim tengt. Miðast aldur eiganda við 60 ára og eldri. Innangengt er í allar íbúðir hússins frá aðalandyri. Í húsinu eru sameiginlegar setustofur og frístundaherbergi sem íbúar hafa aðgengi að.
SAMEIGN: Aðalinngangur, flísar á gólfi og gott aðgengi fyrir hjólastóla. Gangar og setustofur, dúkar á gólfum.
ÍBÚÐ:
Forstofa, parket á gólfi,
Geymsla, parket á gólfi.
Eldhús, parket á gólfi, nýleg IKEA elhúsinnrétting og eldunartæki.
Baðherbergi, flísar á gólfi og veggjum. Ljós hreinlætistæki, sturta, ljós innrétting ásamt rými fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherberg, parket á gólfi og góðir fataskápar.
Stofa, parket á gólfi, björt og rúmgóð með útgengi út í sólstofu.
Sólstofa, nýjar flísar á gólfi, gólfhiti, útgengt út á hellulagða verönd og beint þaðan út á bílastæði í gegnum sérafnotarétt íbúðarinnar.
Hægt er að nota þennan inngang sem aðalinngang í íbúðina.
Sameign, meðal annars er sameiginleg geymsla fyrir allar íbúðir í húsinu og er ákveðið hilla merkt fyrir hverja íbúð.
Bílastæði og lóð, bílastæði eru malbikuð og stéttar hellulagðar.
Neysluvatn í húsinu var endurnýjað í mars 2025
Allar nánari upplýsingar og milligöngum um skoðun veitir: Snorri Snorrason löggiltur fasteignasali í síma 8952115 eða á netfanginu snorri@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.