Heilt raðhús með fjórum íbúðum við Öldugötu 4 á Árskógssandi við Eyjafjörð.
Gott fjárfestingartækifæri.
Öldugata 4 a,b,c og d er fjögurra íbúða raðhús á einni hæð, timburhús á steyptri plötu, sem byggt var árið 1992. Húsið er klætt með standandi timburklæðningu og þakið er tvíhalla með bárujárni.
Húsið stendur á 1.066 m² óskiptri lóð og sér inngangur er inni í hverja íbúð. Þrjár íbúðir eru 2ja herbergja og ein er 3ja herbergja.
Nánari lýsing á hverri íbúð fyrir sig.
Öldugata 4a - 62,7 m²
Íbúðin skiptist í forstofu, gang/hol, eldhús, stofu, svefnherbergi og baðherbergi.
Forstofa er með dúk á gólfi.
Hol og gangur eru með dúk á gólfi og þar eru fataskápar.
Eldhús og stofa eru í einu opnu rými og þar er dúkur á gólfi og ljós innrétting. Útgangur í garð.
Svefnherbergi er með dúk á gólfi og þreföldum fataskáp.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og flísum á hluta veggja, handlaug, sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél.
Öldugata 4b - 68,4 m²
Íbúðin skiptist í forstofu, geymslu, gang/hol, eldhús, stofu, svefnherbergi og baðherbergi.
Forstofa er rúmgóð og þar eru flísar á gólfi
Hol og gangur eru með parket á gólfi og þar eru fataskápar.
Eldhús og stofa eru í einu opnu rými og þar er parket á gólfi og nýleg eldhúsinnrétting og útgangur í garð. Útskot er úr stofu og þar er fataskápur - möguleiki að útbúa gluggalaust aukaherbergi.
Svefnherbergi er með með á gólfi og þreföldum fataskáp.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og flísum á hluta veggja, handlaug, sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél.
Geymsla er með parketi á gólfi og vask.
Öldugata 4c - 68,4 m²
Íbúðin skiptist í forstofu, gang/hol, geymslu, eldhús, stofu, svefnherbergi og baðherbergi.
Forstofa er með flísum á gólfi.
Hol og gangur eru með dúk á gólfi og þar eru fataskápar.
Eldhús og stofa eru í einu opnu rými og þar er dúkur á gólfi og ljós innrétting. Útgangur í garð. Útskot er úr stofu og þar er fataskápur - möguleiki að útbúa gluggalaust aukaherbergi.
Svefnherbergi er með dúk á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og flísum á hluta veggja, handlaug, sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél.
Geymsla með vask.
Öldugata 4d - 71,2 m²
Íbúðin skiptist í forstofu, gang/hol, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Forstofa er með flísum á gólfi.
Hol og gangur eru með dúk á gólfi og þar eru fataskápar.
Eldhús og stofa eru í einu opnu rými og þar er dúkur á gólfi og ljós innrétting. Útgangur í garð.
Svefnherbergin eru tvö og bæði með dúk á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og flísum á hluta veggja, handlaug, sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél.
Sameiginleg geymsla fyrir allar íbúðirnar er við enda hússins og þar er jafnframt sameiginlegt bílaplan.
Þrjár íbúðir eru í útleigu en ein er tóm. Þrjár íbúðir eru að stærstum hluta upprunalegar en ein hefur verið endurnýjuð að hluta s.s. eldhúsinnrétting og gólfefn.