Lind fasteignasala og Herdís Sölvína Jónsdóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu glæsilegt, bjart og vel skipulagt parhús á 2 hæðum með auka íbúð. Húsið er staðsett á rólegum stað nálægt náttúrunni. Úr húsinu er glæsilegt útsýni yfir Elliðavatn, Esjuna og Bláfjöll. Frábær staðsetning í barnvænu hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, verslunarkjarna, matsölustaði, skóla og leikskóla.
Eignin er á tveimur hæðum með auka íbúð á neðri hæð en auðvelt er að opna aftur og fá meira rými.
Á neðri hæð er forstofa, sjónvarpsherbergi / hol, herbergi, þvottahús, bílskúr og geymsla ásamt auka íbúð með sérinngangi sem hægt er að leigja út. Gengið er upp stiga þar sem komið er inn í alrými, 3 svefnherbergi og fataherbergi er inn af hjónaherbergi, rúmgott baðherbergi með þakglugga, bjarta og rúmgóða stofu, eldhús og borðstofu ásamt fallegum arni. Allir skápar og hurðar eru sérsmíðaðar. Gólfhiti er í öllum rýmum ásamt fallegri lýsingu frá Lumex og ljósakerfi frá Dali. Tvennar svalir eru til austurs og vesturs ásamt góðum garði með heitum potti og stórum útiskúr. Búið er að gera ráð fyrir útisturtu. Hiti er í bílaplani og gangstéttum í kringum húsið ásamt hleðslubílastöð.
Stærð eignar er 289,3 fm. skv. FMR. en þar af er bílskúr 25 fm. Allar nánari upplýsingar veitir Herdís Sölvína Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 862 0880 eða herdis@fastlind.isSmelltu hér og fáðu söluyfirlit strax.Nánari lýsing:
Neðri hæð.Forstofa: Er flísalalögð með hvítum fataskáp.
Herbergi: Er parketlagt með hvítum fataskáp.
Þvottahús: Er flísalagt, stórt og rúmgott með opnanlegum glugga. Skápar og skúffur fylgja.
Hol / sjónvarpsherbergi: Er parketlagt og gengið er þaðan upp stiga á aðra hæð.
Bílskúr / geymsla: Er 25 fm. og geymsla þar inn af og innangengt beint inn á neðri hæð.
Efri hæð.
Alrými: Gengið er upp parketlagðan stiga frá neðri hæð og upp í gott alrými með parketi á gólfi.
Eldhús / borðstofa: Er flísalagt með hvítri innréttingu, góðu skápaplássi og stórri eyju frá Kvik. Quartz steinn er á borðum og háfur frá Elica. Spanhelluborð og tveir Miele ofnar í vinnuhæð (stór blástursofn og minni gufuofn) ásamt innbyggðri uppþvottavél frá Miele og tvöföldum ísskáp frá Siemens. Gólfsíðir gluggar með miklu útsýni og útgengi út á vestursvalir. Arinn er á milli stofu og borðstofu, hægt er að hafa arininn opinn eða lokaðann með gleri.
Stofa: Er parketlögð og björt með gólfsíðum gluggum. Útgengt er út á austursvalir með fallegu útsýni yfir Elliðavatn.
Hjónaherbergi: Er parketlagt ásamt fataherbergi með fatalúgu beint niður í þvottahús. Útgengi er út á austursvalir með fallegu útsýni yfir Elliðavatn.
Svefnherbergi II: Er parketlagt með hvítum fataskáp og stórum glugga með fallegu útsýni.
Svefnherbergi III: Parketlagt með hvítum fataskáp og stórum glugga með fallegu útsýni.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum. Hvít innrétting með tveimur handlaugum, quartz borðplötu og upphengdu salerni. Baðkar og góður sturtuklefi með blöndurtækjum frá Vola og hárri lofthæð með opnanlegum þakglugga.
Auka íbúð á neðri hæð.
Gengið er inn að baka til.
Forstofa: Er parketlögð.
Eldhús: Er parketlagt með svartri innréttingu. Svört og stál borðplata.
Alrými: Er opið parketlagt rými en þar er nú stofa, svefnherbergi og borðstofa.
Baðherbergi / þvottahús: Er flotað með dökkri innréttingu, fallegri handlaug og miklu skápaplássi ásamt sturtu. Upphengt salerni og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
2021 Bílaplan steypt ásamt göngustígum í kringum húsið og hiti lagður í planið og göngustíg.
Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 10 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan,
Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma og Vodafone.
** Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
** Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
** Frítt söluverðmat á þinni eign hér eða hjá Herdís Sölvína Jónsdóttir, sími 862 0880 / herdis@fastlind.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.