Domusnova fasteignasala og Sverrir Sigurjónsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna:
Í einkasölu:89,9fm þriggja herbergja íbúð á jarðhæð með sér inngangi ásamt 11,5fm geymslu í kjallara, samtals 101,4fm í nýlegu fjölbýli sem ætlað er fólki 50 ára og eldri.
Verslun og apotek í göngufæri.
Eignin er tóm og því laus við kaupsamning !!!Að innan telur eignin:Forstofu með flísum á gólfi og fataskáp
Stofa og eldhús í sameiginlegu opnu rými og gengt út á pall. Viðarlit stílhrein eldhúsinnrétting frá HTH með AEG tækjum og fylgir einnig uppþvottavél, sem og ísskápur.
Svefnherbergin eru
tvö, tvöfaldur fataskápur í því minna en hjónaherbergið mjög rúmgott og með stórum fataskápum.
Baðherbergi er með handlaug á innréttingu, handklæðaofni, upphengdu klósetti, rúmum sturtuklefa og innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi baðherbergis og forstofu en annars harðparket af vandaðri gerð á öðrum gólfum.
Stór
geymsla í kjallara og lyfta milli hæða.
Mulningsborinn sérnotaflötur á lóð utan við pallinn, afmarkaður með skjólveggjum á tvo vegu. Að utan er húsið viðhaldslétt, klætt með sléttu og báruðu áli og bandsagaðri furu í bland, gluggar og hurðir eru ál-tré, frístandandi sorpskýli á bílastæði og sameiginleg, snyrtileg lóð.
Nánari upplýsingar veitir:Sverrir Sigurjónsson löggiltur fasteignasali / s.662 4422 / sverrir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.