Fasteignaleitin
Skráð 4. maí 2023
Deila eign
Deila

Eyrarstígur 3

EinbýlishúsAusturland/Reyðarfjörður-730
125.3 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
33.700.000 kr.
Fermetraverð
268.955 kr./m2
Fasteignamat
30.250.000 kr.
Brunabótamat
54.200.000 kr.
Byggt 1960
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Fasteignanúmer
2177119
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Rafmagnið slær út við notkun á orkufreku búnaði
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Þörf er að endurnýja glugga á mörgum stöðum í húsinu.
Þak
Þakið er óeinangrað og þarfnast yfirferðar.
Svalir
nei
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
U - Leyfi útrunnið
Gallar
Á mörgum stöðum er gólfefni ábótavant og þarfnast viðhalds.

Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.

Nánari lýsing:

Einbýlishús við Eyrarstíg 3, Reyðarfirði, sem er 125,3 m² að stærð með fjórum svefnherbergjum.

Gengið er inn um flísalagða forstofu, á hægri hönd er stuttur flísalagður gangur með fataskáp og þaðan er gengið inn í fyrsta svefnherbergið með parketi sem hefur lítinn innbyggðan skáp. Inn af ganginum er einnig lítil gestasnyrting með salerni, vaski og innréttingu, flísar á gólfi.

Úr forstofu er gengið inn í parketlagt hol, þaðan er annað svefnherbergið með parketi. Til vinstri af holinu er eldhús með flísum á gólfi með ágætri U-laga innréttingu ásamt borðkróki, stæði fyrir uppþvottavél og ofn í vinnuhæð. Hægra megin við holið er svo stofan sem er björt og rúmgóð með gluggum til suðurs og vesturs, parket á gólfi.

Úr eldhúsi er gengið inn í þvottahúsið með máluðu gólfi og tvær innangengnar geymslur með gluggum, úr þvottahúsinu er útgengi á litla stétt með skjólgirðingu, upplagt til að sitja með kaffibolla í morgunsólinni.

Út frá holi er gengið inn svefnherbergisgang með parketi sem hýsir aðalbaðherbergi hússins sem hefur glugga, baðkar með sturtu og flísum á gólfi og veggjum. Af ganginum er þriðja svefnherbergið með parketi á gólfi og fjórða herbergið er rúmgott hjónaherbergi með innbyggðum fataskáp og parketi á gólfi. Á ganginum er lúga upp á geymsluloft sem nær yfir allt húsið og hefur lítill glugga, ekki er full lofthæð.

Garðurinn er stór, að mestu grasflöt, tré og runnar á jaðrinum og í suðausturhorninu eru rifsberjarunnar, rabarbari og jarðaberjaplöntur. Sérlega veðursælt er vestan megin hússins þar sem ljúft er að njóta kvöldsólarinnar á sumrin. Frábær staðsetning í rólegri botngötu í miðjum bænum og yndislegir nágrannar. Stuttur göngutúr í allar helstu þjónustur og leikvöllur við hlið hússins. Til eru samþykktar teikningar af bílskúr og hluti af innbúi getur fylgt með.

Nánari upplýsingar í síma 454-0000 og á netfangið kaupstadur@kaupstadur.is

Fyrirvarar

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.

DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
21/05/201716.250.000 kr.21.707.000 kr.125.3 m2173.240 kr.
24/08/200612.240.000 kr.18.000.000 kr.125.3 m2143.655 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
EG
Einar G Harðarson
Löggiltur fasteignasali
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache