Fasteignasalan TORG og Svavar Friðriksson, löggiltur fasteignasali, kynna: ***Nýlegt endaraðhús með bílskúr***
Skipti á stærri eign í Garðabæ, Kópavogi eða Hafnarfirði kemur til greina.
Vel skipulagt og fallegt 118,8m2, 3ja-4ra. herbergja, steypt og álklætt endaraðhús í botnlanga.
Koníaksflísar á öllu íbúðarrými nema bílskúr með gráum flísum.
Gólfhitaveita er í öllu húsinu, ef hitaveita bregst þá er mögulegt að opna fyrir rafhitun á vatni fyrir varmaskipti gólfhita.
Útgangar út á sólpall eru tveir, annar frá stofu og hinn frá geymslurými með góðu geymslulofti.
Kamína frá Rótor, uppsett af Blikkás Funi blikksmiðju er vel staðsett í stofu.
Afar sólríkur og skjólgóður sólpallur mót suðri 80m2
Um er að ræða afar fallegt endaraðhús í góðu, rólegu og barnvænu umhverfi þar sem stutt er í leik- og grunnskóla,
sundlaug og íþróttaaðstöðu bæði úti og inni.
Stutt í náttúruna – gönguleiðir og útsýni yfir sjóinn og Reykjanesið í göngufæri – um 10 mínútna akstur yfir í flugstöð
og miðbæ Reykjanesbæjar þar sem finna má verslanir, þjónustu, sundlaug ofl.
Nánari lýsing eignar:
Innkeyrsla. Hitalögn er í rúmgóðri og hellulagðri innkeyrslu.
Forstofa. Rúmgóð forstofa með stórum fataskáp og flísum á gólfi.
Svefnherbergi. Svefnherbergi með fataskáp inn af forstofu. Flísar á gólfi.
Eldhús. Fallegar innréttingar, mikið skápapláss, stórt helluborð með loftgleypi. Innréttuð uppþvottavél og ísskápur, tveir ofnar í vinnuhæð, svartur vaskur og blöndurtæki. Tveir gluggar.
Borðstofa/Stofa. Björt og rúmgóð borðstofa, kamína. útgengt á afgirta verönd.
Garður. Afgirt verönd 80m2 sem snýr í suður og “grillskýli”
Hjónaherbergi. Rúmgott með stórum fataskápum.
Baðherbergi. Hlýlegt og flísalagt baðherbergi með walk in sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofni og fallegum ljósaspegli.
Þvottahús. Þvottahús sem tengir íbúðina við bílskúrinn.
Bílskúr. Góður og snyrtilegur bílskúr með rafdrifinni hurð og rúmgóðu geymslulofti. Flísar á gólfi.
Geymsla. Flísar á gólfi. Geymsluloft. Útgengt í bakgarðinn. Hæglega væri hægt að útbúa svefnherbergi í þessu rými.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra