Fasteignasalan Torg og Svavar Friðriksson, löggiltur fasteignasali kynna: Vandað, vel hirt og rúmgott, 8 herberbergja, tvíbýlishús á tveimur hæðum með stórum garði á skjólsælum stað á Arnarnesinu í Garðabæ. Mikið og glæsilegt útsýni. Fasteignin er tilvalin fasteign fyrir stóra fjölskyldu og býður upp á mikla möguleika.
Eignin er 320,9m
2 samkvæmt HMS þar af er bílskúrinn 60,9m
2. Eignarhlutinn er 64,37% af heildarstærð hússins á móti öðru fastanúmeri sem er 35,63%. Stærð lóðar er 1.267 m
2. Bílskúr og tómstundarými nýtist vel. Þakið var yfirfarið og málað 2023. Búið er að skipta um glugga á suðurhlið og húsið er í góðu ásigkomulagi. Gólf og loft eru steyptar plötur. Sér rafmagnstafla er fyrir eldhúsið. Eignin skiptist í forstofuherbergi, þvottahús (ásamt geymslu), gestasalerni, hol, eldhús, sjónvarpsstofu, borðstofu og stofu þar sem útgengt er á stórar steyptar svalir með miklu útsýni.
Svefnherbergisgangur með fjögur svefnherbergi og baðherbergi með dyr út í suðurlóð.
Allar nánari upplýsingar veitir Svavar Friðriksson, löggiltur fasteignasali, í síma 623-1717 - svavar@fstorg.is. Nánari lýsing eignar:I
nnkeyrsla: Stór og upphituð innkeyrsla.
Forstofa: Stór forstofa
með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Forstofuherbergi: Rúmgott með parketi á gólfi og fataskáp.
Gestasalerni: Salerni, vaskur og lítil innrétting.
Þvottahús: Flísalagt þvottahús með glugga og þvottahús innréttingu. Þvottavél og þurrkari í vinnuhæð. Gott hillupláss og skolvaskur. Úr þvottahúsi er gengið að hitaveitugrind og góðri geymslu með gluggum.
Hol: Flísar, stór fataskápur.
Eldhús: Korkparket á gólfi. Stór innrétting og mikið hirslupláss. Þýskar innréttingar frá GKS, Mobilia. Helluborð, loftgleypir, helluborð sem framleitt er af AEG og tveir bakaraofnar í vinnuhæð. Sér rafmagnstafla er í eldhúsinu.
Stofur: Borðstofa, sjónvarpsstofa og stofa. Útgengt út á stórar svalir. eru tvær en geta verið þrjár.
Svefnherbergisgangur: Parketlagður gangur, fjögur svefnherbergi og baðherbergi:
Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum fataskáp. Parket á gólfi. Svefnherbergi: Fjögur svefnherbergi.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með hita í gólfi. Flísar frá Álfaborg eru í hólf og gólf. Baðkar, sturta, falleg innrétting og innfelld blöndunartæki. Handklæðaofn, upphengt salerni. Útgengt út í garð.
Bílskúr: Er nýttu sem vistarvera.
Kjallari: Tómstundarými með sérinngangi og er undir bílskúr.
Stór garður að framan og að aftan.
Köld geymsla. Innréttuð köld geymsla er í bakgarðinum.
Um er að ræða afar vel hirta fasteign á Arnarnesinu í Garðabæ á stórri eignarlóð. Arnarnesið er rólegur og skjólsæll staður sem orðinn er miðsvæðis. Garðabær er bæjarfélag með mikinn metnað og í örum vexti þar sem áherslan er lögð á mikla þjónustu við bæjarbúa. Skólar, leikskólar, verslanir, veitingastaðir og öflugt íþróttalíf einkennir Garðabæ. Golfvöllur, fótbolta-, körfubolta-, og handknattleikshallir eru í Garðabæ ásamt góðri sundlaug.
Fasteignasalan Torg og Svavar Friðriksson, löggiltur fasteignasali kynna: