Fasteignaleitin
Skráð 22. apríl 2024
Deila eign
Deila

Aðalstræti 2

Atvinnuhúsn.Höfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
282 m2
Verð
Tilboð
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
HJ
Halldór Jensson
Sölustjóri
Byggt 1855
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
1528456
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Númer hæðar
0
Inngangur
Sameiginlegur
Til leigu hjá Reitum: Björt endurnýjuð skrifstofa í upprunalegum stíl

Húsnæðið skiptist í opið vinnurými, fimm fundarherbergi/skrifstofur, kaffistofu og salerni.

Skrifstofan er á 2. hæð, aðgengi er um stiga eða lyftu í fallegu glerhýsi. Fyrir framan skrifstofuna er opið rými sem getur nýst t.d. sem sýningarrými eða móttökusvæði. Aðalskrifstofurýmið skiptist í þrjú fundarherbergi/skrifstofur og opið vinnurými. Á þriðju hæð er kaffistofa ásamt fundarherbergi/skrifstofu. Frá glerhýsinu er inngangur inn um 30 fermetra rými sem getur nýst sem fundarherbergi eða vinnuaðstaða fyrir nokkra.

Hafið samband við Halldór Jensson, sölustjóra, í síma 840 2100 eða í netfanginu halldor@reitir.is til að fá nánari upplýsingar.

Aðalstræti 2 ásamt bakhúsi sem vísar að Vesturgötu nefnast einum stað Ingólfsnaust því að á þessum stað herma sagnir að Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, hafi dregið skip sín í naust og voru tóttir naustsins enn sýnilegar á 18. öld. Núverandi framhús, sem snýr að Aðalstræti, er reist árið 1855, en bakhúsin sem voru pakkhús kaupmannsins eru að mestum hluta reist árið 1905. Þá voru húsin í eigu fyrirtækisins H. P. Duus sem rak mikla verslun og skútuútgerð í Reykjavík. Húsin voru gerð upp í samræmi við upphaflega gerð þeirra á árunum 1999 til 2003 og þau tengd með tengibyggingu úr gleri.

Reitir bjóða framsýnum fyrirtækjum klæðskerasniðið atvinnuhúsnæði til leigu. Reitir byggja á arfleifð umsvifa sem hófst með byggingu Kringlunnar árið 1987. Innan eignasafnsins eru á annað hundrað fasteignir auk metnaðarfullra þróunarverkefna. Á síðari árum hafa Reitir hlúð að sögufrægum byggingum og staðið þannig vörð um íslenskan menningararf á sama tíma og horft er til sjálfbærrar framtíðar.

Kynntu þér þjónustu Reita og fleira húsnæði til leigu á www.reitir.is

Tegund: skrifstofurými
Afhending: Afhending við undirritun
ID: 23
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Lækjargata 3
Skoða eignina Lækjargata 3
Lækjargata 3
101 Reykjavík
240 m2
Atvinnuhúsn.
Tilboð
Skoða eignina Tryggvagata 26
Skoða eignina Tryggvagata 26
Tryggvagata 26
101 Reykjavík
255 m2
Atvinnuhúsn.
Tilboð
Skoða eignina Hafnarstræti 7
Skoða eignina Hafnarstræti 7
Hafnarstræti 7
101 Reykjavík
226 m2
Atvinnuhúsn.
Tilboð
Skoða eignina Hverfisgata 105
Skoða eignina Hverfisgata 105
Hverfisgata 105
101 Reykjavík
227.7 m2
Atvinnuhúsn.
1
474 þ.kr./m2
107.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache