Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
Vel skipulögð og mjög rúmgóð 151,9 fm. fjögurra herbergja íbúð á fyrstu hæð í nýlegu lyftu fjölbýli (byggt árið 2016) við Hrólfsskálamel 5, 170 Seltjarnarnesi.
Hátt er til lofts í allri íbúðinni og stórir gluggar sem gefa góða birtu inn. Tvö baðherbergi, sér þvottahús og opið alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu ásamt stórum yfirbyggðum svölum í suð-vestur með svalalokun.
Með íbúðinni fylgir sér merkt bílastæði í bílageymslu og sér merkt geymsla í kjallaranum á sameign hússins (12,6 fm - Inn í fm tölu á íbúðinni) Auk þess er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Fallegt viðar parket er á alrými íbúðarinnar og inn í svefnherbergjum, en á baðherbergjum og inn í þvottahúsi eru flísar á gólfi.
Smelltu á linkinn til að skoða íbúðina í 3D
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.isNánari lýsing:Sameign er snyrtileg, lyfta er í húsinu. Komið er inn í anddyri íbúðarinnar, þar eru innbyggðir fataskápar. Svefnherbergis gangur með mjög rúmgott hjónaherbergi með gluggum í í tvær áttir og fataskápa. Hin hverbergin tvö eru bæði mjög rúmgóð og með fataskáp. Tvö baðherbergi eru á svefnherbergis ganginum. Inn á stærra baðherbergi er gólfhiti, opnanlegur gluggi og stór baðinnrétting með handlaug og gott skápapláss. Stórir spegla skápar þar fyrir ofan með lýsingu í. Baðkar og upphengt salerni. Flísar á gólfi og á hluta af veggjum. Inn á minna baðhebergi, þar er sturta sem ásamt handklæða ofni, hægt er að loka sturtu af með gler þili. Þar við hlið er upphengt salerni og baðinnrétting með handlaug og skáp. Spegill þar fyrir ofan með lýsingu í. Þvottahúsið er sér, þar eru flísar á gólfi. Innrétting með aðstöðu og tengi fyrir að hafa þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Kústaskápur þar við hlið og skolvaskur. Eldhúsið er í opnu alrými að hluta til, innrétting er með gott vinnu og skápapláss. Innbyggður ísskápur og frystir. Gert er ráð fyrir innbyggri uppþvottavél ( skápa frontur er til og fylgir með ) Ofn er í vinnuhæð, lýsing er undir efri skápum sem er yfir vaskinum að hluta til. Á eyju sem er áföst vegg að hluta til, þar er hellu borð og gott vinnu- og skúffupláss. Stofan og borðstofan er virklega björt og rúmgóð með stórum gluggum og útgengi út á stórar yfirbyggðar svalir sem snúa vel á móti sól, í suð-vestur og eru með svalalokun. Útsýni er úr íbúðinni til suðurs, vestur og austur.
Í kjallara er sér 12,6 fm. geymsla íbúðar og sér bílastæði í lokaðri bílgeymslu.
Stutt er í alla helstu verslun og þjónustu - Heilsurækt, sundlaug og heilsugæsla í göngufæri. Fallegar gönguleiðir og útivistarsvæði í næsta nágrenni við sjávarsíðuna.
Nánari upplýsingar veita:Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali, í síma 661-6056 / gulli@remax.is
Gunnar Sverrir, löggiltur fasteignasali, í síma 862-2001 / gunnar@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-