Fasteignaleitin
Skráð 4. maí 2023
Deila eign
Deila

Brekkulækur 1

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
76.3 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
56.900.000 kr.
Fermetraverð
745.740 kr./m2
Fasteignamat
49.900.000 kr.
Brunabótamat
32.450.000 kr.
Byggt 1960
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2220116
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
1
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Gott að vitað er
Frárennslislagnir
gott að vitað er
Gluggar / Gler
Gott að vitað er
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan Byggð 464-9955

Brekkulækur 1 - 102 

Mjög góð þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð með aukinni lofthæð og sérinngangi í litlu fjölbýli á frábærum stað á Laugarnesi. Eignin er skráð 76,6 fm og skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús, baðherbergi, anddyri og geymslu í kjallara.  


Gengið er inn um sérinngang inn í flísalagða forstofu með skóskáp. Inn af henni er opið og bjart alrými með eldhúsi og stofu. Eldhúsið er með nýlegri og rúmgóðri innréttingu með góðu skápaplássi, keramík helluborði og nýlegri viftu. Opið er inn í bjarta og rúmgóða stofu með stórum glugga, parket er á gólfi. Gangur er fyrir innan með góðum skáp og skrifstofukrók, inn af ganginum er gengið inn í tvö svefnherbergi og baðherbergi. Hjónaherbergið er rúmgott með góðum, nýlegum fataskáp og parket á gólfi. Hitt svefnherbergið er nokkuð rúmgott, einnig parketlagt og með útangi út í bakgarðinn. Baðherbergið er með flísalegt gólf og nýlegri innréttingu og nýlegum sturtuklefa. Tengi er fyrir þvottavél inni á baðherbergi. Stæði er fyrir þvottavél í sameiginlegu rými í kjallara, þar er einnig sameiginlegt þurrkrými ásamt hjóla- og vagngeymslu. Sérgeymsla er í kjallara sem er 8fm að stærð með góðum hillum.
Stutt er í alla helstu þjónustu, svo sem kjörbúð, sund, líkamsrækt og leik- og grunnskóla.

Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð. Parket og eldhúsinnrétting síðan ágúst 2015. Nýr sturtuklefi var settur inn á baðherbergi í maí 2021 og skápur á baði í maí 2022. Nýr skápur settur í hjónaherbergi í september 2022. Hugsað hefur verið vel um húsið, 2009 var þakið endurnýjað, árið 2011 var skólpið myndað og leit allt vel út, árin 2019 og 2020 var allt húsið tekið í gegn að utan. Þ.e.a.s. múrað, málað og skipt um klæðningu á því, gluggar, handrið og grindverk lagað og málað. Einnig var nýtt steinhandrið sett að framan á 2. hæð hússins. Lóðin er í óskiptri sameign en þar eru nokkur steypt bílastæði, einnig eru bílastæði á götu fyrir framan íbúð. 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
berglind@byggd.is
olafur@byggd.is

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
06/05/202139.400.000 kr.42.900.000 kr.76.3 m2562.254 kr.
18/05/201725.950.000 kr.34.200.000 kr.76.3 m2448.230 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
BYGGÐ
http://www.byggd.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Auðarstræti 5
 06. júní kl 17:30-18:00
Skoða eignina Auðarstræti 5
Auðarstræti 5
105 Reykjavík
77.3 m2
Fjölbýlishús
311
750 þ.kr./m2
58.000.000 kr.
Skoða eignina Rauðarárstígur 33
Bílastæði
Rauðarárstígur 33
105 Reykjavík
66.7 m2
Fjölbýlishús
211
823 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Nóatún 26
Nóatún 26
105 Reykjavík
63.7 m2
Fjölbýlishús
312
893 þ.kr./m2
56.900.000 kr.
Skoða eignina Mávahlíð 19
Skoða eignina Mávahlíð 19
Mávahlíð 19
105 Reykjavík
93.1 m2
Fjölbýlishús
311
633 þ.kr./m2
58.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache