Glæsilegt og rúmgott einbýlishús á einni hæð með auka íbúð í bílskúr á einstaklega stórri lóð og á frábærum stað í Garðabænum. Lóðin í kringum húsið er alls 2.475fm. Húsið var allt endurnýjað að innan árið 2007 eftir teikningum Halldóru Vífilsdóttur arkitekt og allir gluggar endurnýjaðir. Innbyggð lýsing og gólfhiti er í húsinu. Aukaíbúð í bílskúr er 3ja herbergja. Stór sólpallur með heitum potti. Einstök eign á einstakri lóð í Garðabænum.
Bókið skoðun, eignin er eingöngu sýnd í einkasýningum Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir lgfs. í síma 899 5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is
Húsið er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 215 fm. og þar af er frístandandi bílskúr 64,5 fm. Húsið er stærra en skráðir fermetrar eru eða alls 227,5fm.
Nánar um eignina: Forstofa rúmgóð með góðu skápaplássi og flísum á gólfi. Þvottahús er inn af anddyri með góðri innréttingu og flísum á gólfi. Geymsluloft með fellistiga er fyrir ofan þvottahúsið. Útgengt er út í garð úr þvottahúsinu. Sjónvarsphol með parketi á gólfi. Stofa mjög rúmgóð og björt með arinn og parket á gólfi. Útgengt er úr stofunni með stórri rennihurð út á stóran sólpall og út í garðinn. Borðstofa var byggð við húsið 12,5 fermetrar og er ekki inn í skráðum fermetrum eignarinnar, parket á gólfi. Útgengt er út á pall úr borðstofunni. Eldhús með sérsmíðaðri innréttingu, öll eldhústæki frá Miele, innbyggð kaffivél, ofn,gufuofn, innbyggð uppþvottavél, tvöfaldur ísskápur í innréttingunni, eyja með góðu borðplássi og granít borðplötur. Flísar og parket á gólfi. Hjónaherbergi einstaklega rúmgott, gott skápapláss og parket á gólfi. Skv. teikningu voru áður tvö herbergi. Útgengt er út á sólpall úr hjónaherberginu. Svefnherbergi með skáp og parket á gólfi. Baðherbergi með baðkari, sturtuklefi, gluggi, upphengt salerni, góð innrétting með granít borðplötu og flísalagt í hólf og gólf.
Aukaíbúð í bílskúrsrými en var hannaður í upphafi sem íbúð og hefur alltaf verið nýttur sem íbúðarhúsnæði. Eldhús með snyrtilegri innréttingu, uppþvottavél sem fylgir eigninni og flísar á gólfi. Stofa sem gengið er niður í og er með parket á gólfi. Svefnhebergi I rúmgott með parketi á gólfi. Svefnherbergi II er í dag nýtt sem geymsla með góðu skápaplássi og parketi á gólfi. Geymsluloft með fellistiga er fyrir ofan herbergið. Baðherbergi með sturtuklefa, glugga og flísalagt í hólf og gólf.
Fyrir framan húsið er mjög stórt hellulagt bílaplan með snjóbræðslu. Húsið er einstaklega vel staðsett á einstaklega stórri og grónni lóð. Skjól góður sólpallur með heitum potti. Á lóðinni er laut með miklu geymslurými með steyptu þaki þar sem gámi hefur verið komið fyrir auk útirýmis og er torf ofan á og fellur því rýmið vel inn í gróðurinn. Á lóðinni er 7 fermetra geymsluhús með rafmagni. Á lóðinni er tréhús með rennibraut. Á lóðinni er körfuboltavöllur.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir lgfs. í síma 899 5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is
Byggt 1989
215 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2072665
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Múrsteinn
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
1
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Að sögn eiganda í lagi
Raflagnir
Að sögn eiganda í lagi
Frárennslislagnir
Að sögn eiganda í lagi
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Að sögn eiganda í lagi
Upphitun
HItaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN
Glæsilegt og rúmgott einbýlishús á einni hæð með auka íbúð í bílskúr á einstaklega stórri lóð og á frábærum stað í Garðabænum. Lóðin í kringum húsið er alls 2.475fm. Húsið var allt endurnýjað að innan árið 2007 eftir teikningum Halldóru Vífilsdóttur arkitekt og allir gluggar endurnýjaðir. Innbyggð lýsing og gólfhiti er í húsinu. Aukaíbúð í bílskúr er 3ja herbergja. Stór sólpallur með heitum potti. Einstök eign á einstakri lóð í Garðabænum.
Bókið skoðun, eignin er eingöngu sýnd í einkasýningum Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir lgfs. í síma 899 5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is
Húsið er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 215 fm. og þar af er frístandandi bílskúr 64,5 fm. Húsið er stærra en skráðir fermetrar eru eða alls 227,5fm.
Nánar um eignina: Forstofa rúmgóð með góðu skápaplássi og flísum á gólfi. Þvottahús er inn af anddyri með góðri innréttingu og flísum á gólfi. Geymsluloft með fellistiga er fyrir ofan þvottahúsið. Útgengt er út í garð úr þvottahúsinu. Sjónvarsphol með parketi á gólfi. Stofa mjög rúmgóð og björt með arinn og parket á gólfi. Útgengt er úr stofunni með stórri rennihurð út á stóran sólpall og út í garðinn. Borðstofa var byggð við húsið 12,5 fermetrar og er ekki inn í skráðum fermetrum eignarinnar, parket á gólfi. Útgengt er út á pall úr borðstofunni. Eldhús með sérsmíðaðri innréttingu, öll eldhústæki frá Miele, innbyggð kaffivél, ofn,gufuofn, innbyggð uppþvottavél, tvöfaldur ísskápur í innréttingunni, eyja með góðu borðplássi og granít borðplötur. Flísar og parket á gólfi. Hjónaherbergi einstaklega rúmgott, gott skápapláss og parket á gólfi. Skv. teikningu voru áður tvö herbergi. Útgengt er út á sólpall úr hjónaherberginu. Svefnherbergi með skáp og parket á gólfi. Baðherbergi með baðkari, sturtuklefi, gluggi, upphengt salerni, góð innrétting með granít borðplötu og flísalagt í hólf og gólf.
Aukaíbúð í bílskúrsrými en var hannaður í upphafi sem íbúð og hefur alltaf verið nýttur sem íbúðarhúsnæði. Eldhús með snyrtilegri innréttingu, uppþvottavél sem fylgir eigninni og flísar á gólfi. Stofa sem gengið er niður í og er með parket á gólfi. Svefnhebergi I rúmgott með parketi á gólfi. Svefnherbergi II er í dag nýtt sem geymsla með góðu skápaplássi og parketi á gólfi. Geymsluloft með fellistiga er fyrir ofan herbergið. Baðherbergi með sturtuklefa, glugga og flísalagt í hólf og gólf.
Fyrir framan húsið er mjög stórt hellulagt bílaplan með snjóbræðslu. Húsið er einstaklega vel staðsett á einstaklega stórri og grónni lóð. Skjól góður sólpallur með heitum potti. Á lóðinni er laut með miklu geymslurými með steyptu þaki þar sem gámi hefur verið komið fyrir auk útirýmis og er torf ofan á og fellur því rýmið vel inn í gróðurinn. Á lóðinni er 7 fermetra geymsluhús með rafmagni. Á lóðinni er tréhús með rennibraut. Á lóðinni er körfuboltavöllur.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir lgfs. í síma 899 5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.