ALDA fasteignasala & Páll Konráð kynna í einkasölu: Tveggja herbergja íbúð á jarðhæð með sér inngangi, sér afnotareitur og stæði í bílakjallara við Klukkuberg 27 í Hafnarfirði.
***Ný eldhúsinnrétting og harðparket frá BIRGISSON fylgir með eigninni***
Nánari upplýsingar veitir Páll Konráð, löggiltur fasteignasali, S:820-9322, pall@aldafasteignasala.is
Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 55,8 fm og geymsla 4,5 fm, samtals 60,3 fm.
Nánari lýsing:
Forstofa: Með flísum á gólfi.
Eldhús: Með góðri hvítri innréttingu, parket á gólfi.
Borðstofa/stofa: Er í opnu rými með eldhúsi, útgengt úr stofu á sér afnotareit með fallegu útsýni, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Með góðum fataskápum, parket á gólfi.
Baðherbergi: Með góðri innréttingu, upphengdu salerni, sturtu, tengi fyrir þvottavél. Flísar á gólfi og veggjum.
Hjóla og vagnageymsla: Er í sameign.
Geymsla: Er í sameign og er 4,5fm.
Bílastæði: Bílastæði fylgir eigninni í bílakjallara.
Nánari upplýsingar veitir Páll Konráð, löggiltur fasteignasali, S: 820-9322, pall@aldafasteignasala.is
Flott eign á frábærum stað þar sem stutt er í alla helstu þjónustu s.s. grunn- og leikskóla, verslun, o.fl.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALDA fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.