RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Falleg og björt 159,2 fm. sérhæð (efsta) með bílskúr í reisulegu fjórbýlishúsi teiknað af Kjartani Sveinssyni við Nýbýlaveg 46, Kópavogi. Íbúðin er skráð 133,7 fm. og skiptist í forstofu með sérinngangi, opið rými/stigagang, eldhús, borðstofu og stofu með útgengt út á suður svalir, 5 svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu og þvottahús. Bílskúr er skráður 25,5 fm.
Falleg og vel skipulögð eign á vinsælum og fjölskylduvænum stað í Kópavoginum. Stutt er í leik- og grunnskóla, íþróttasvæði, sundlaug, alla helstu þjónustu og verslanir. Jafnframt eru fallegar göngu- og hjólaleiðir við Kópavogsdalinn í næsta nágrenni. Úr íbúð er einstakt útsýni til norðurs, m.a. til Esju. KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
Nánari lýsing:Forstofa er flísalögð og með fatahengi,
sérinngangur inn í íbúð og þaðan gengið upp á efri hæð.
Stigagangur/opið rými er flísalagt með góðum fataskápum á efri hæð og jafnframt er stór gluggi á stigapalli og efri hæð sem hleypa fallegri birtu inn í rýmið.
Eldhús er með fallegum viðarinnréttingum og flísar eru á milli skápa, mjög gott skápapláss og borðkrókur. Helluborð, vifta og bökunarofn er í vinnuhæð. Stórir, bjartir gluggar og
fallegt útsýni til norðurs. Flísar eru á gólfum. Inn af eldhúsi er
þvottahús. Þar er góð innrétting, fínt hillupláss og opnanlegur gluggi.
Stofa er í björtu og opnu rými með
arinn og útgengt út á
suður svalir.
Borðstofa er inn af eldhúsi og stofu, mjög rúmgóð og björt með einstaklega
fallegu útsýni. Möguleiki væri að stúka af auka herbergi.
Svefnherbergin eru fimm, í hjónaherbergi eru góðir fataskápar. Parket á gólfum.
Baðherbergi er með flísalagt gólf og vegg að hluta. Salerni, handklæðaofn, vaskur og speglainnrétting. Sturtuklefi með glerþili og góður opnanlegur gluggi.
Gestasnyrting er nýlega endurnýjuð. Falleg hvít vaskinnrétting með speglaskáp, upphengt salerni og gólf flísalagt.
Bílskúr er skráður 25,5 fm. með vatni og rafmagni.
Bílastæði íbúðar jafnframt fyrir framan.
Garður sameiginlegur einstaklega stór og gróinn.
Nánari upplýsingar gefur Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.