ALLT fasteignasala sími
560-5500 kynnir Miðhóp 1. Glæsilegt steinsteypt endaraðhús ásamt innangengri bílageymslu, eign sem ekkert var til sparað í byggingu. Eignin var byggð árið 2014 en tekin í notkun
2015.
2 – 3 svefnherbergi. Allar innréttingar eru sérsmíði og hannaðar af Guðbjörgu Magnúsdóttir innanhússarkitekt
*** Allar innréttingar sérsmíðaðar af Grindin ehf
*** Vandað sólhús, með gólfhita
*** Rafmagn fyrst flokks með mikið af tenglum, bæði innandyra og utandyra.
*** Ljósleiðari og net í hverju herbergi. Dregið fyrir hátalara í stofu.
*** Skuggarönd í öllum loftum
*** Gólfhiti með vírtengdum hitastillum
*** Steyptir skjólveggir, heitur pottur með stýringu
*** Stórt bílaplan með snjóbræðslu
*** Tvö baðherbergi
*** Rúmgott þvottahús
*** Extra háar inni-hurðar
Nánari lýsing
Aðkoma: Steypt stórt bílastæði með snjóbræðslu, lyng á tyrfðum hluta lóðar. Grasblettur framan við sólhús með runna. Baka til er steyptir skjólveggir, þar er heitur pottur. Útikranar baka til eru með heitt og kalt vatn. Kaldur útikrani framan við. Flott lýsing er utan á húsinu tengd sólarúri.
Forstofa: Rúmgóð forstofa með sérsmíðuðum innréttingum. Stórir skápar, borð. Rennihurð inn í íbúð með spegli.
Eldhús og stofa eru samliggjandi í opnu og björtu rými. Hátt til lofts. Hljóðplötur í lofti. Led lýsing í innbyggðum ljósum. Innréttingar með kvartsborðplötu, vaskur innfelldur og rúmgóð eyja með skápum í hvora átt.
Niðurfellt helluborð. Lýsing undir skápum. Innbyggð uppvöskunarvél og aðstaða fyrir tvöfaldan ísskáp. Vola blöndunartæki.
Mikið skápapláss.Gólfefni er olíuborið Eikarparket, skenkur í stofu sérsmíðaður með innbyggðum tenglum og neti. Dregið og tengt fyrir hátalara í stofu. Mikið gluggarými er í stofu.
Gengið frá stofu út í 15 fm vandaða
sólstofu, með flísum á gólfi og gólfhita, svalar opnun og tvöföld gluggaopnun og með tímastilltum hitara á vegg.
Herbergjagangur með
tveimur svefnherbergjum og baðherbergi á milli
Upptekin loft í báðum svefnherbergjum, sérsmíðaðir skápar í hjónaherbergi ásamt sérsmíðuðu náttborði.
Baðherbergi er mjög vandað með Vola tækjum, innbyggt salerni með salerniskassa inn í vegg til hliðar. Walk In sturta með góðum krafti, sérsmíðað handriði. Vaskaborð sérsmíðað úr Kvarts með vask. Innréttingar sérhannaðar og smíðaðar. Hurð extra há.
Þvottahús er inn af forstofu, með góðum innréttingum. Flísar á gólfi.
Gestasalerni er staðsett inn við þvottahús með upphendu salerni og hringlaga vask. Flottir veggspeglar.
Bílskúr er innangengur frá íbúð gegnum þvottahús. Epoxy á gólfum. Bílskúrshurðaopnari. Geymsluloft. Útgengni út um gönguhurð á sólpall baka til. Þar er heitur pottur með stýringu.
Herbergi/geymsla er inn af bílskur með epoxy á gólfi.
Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veitir:
Páll Þorbjörnsson
löggiltur fasteignasali
pall@allt.is
560-5501ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ
Víkurbraut 62, 240 Grindavík
Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ Kostnaður kaupanda:
Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.500.
Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir, er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.