Fasteignaleitin
Skráð 13. maí 2023
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Dehesa de Campoamor

RaðhúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
35.800.000 kr.
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
1001220523
Húsgerð
Raðhús
Númer hæðar
0
Svalir
Verönd og svalir
Inngangur
Sérinngangur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*RAÐHÚS MEÐ SÉR BÍLSKÚR* - *FRÁBÆR STAÐSETNING VIÐ STRÖND* - *GOTT VERÐ* 

Gott raðhús á tveimur hæðum í endursölu á frábærum stað við ströndina í Dehesa de Campoamor, fallegum spænskum strandbæ, um 50 mín akstur suður frá Alicante. Húsið er með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, eldhúsi ásamt stofu og borðstofu í opnu rými. Arinn. Sér bílskúr í kjallara. Fallegur sér garður með góðri verönd og aðgengi að fallegum sameiginlegum sundlaugargarði. Örstutt göngufæri eftir göngustíg niður á fallegu ströndina í Dehesa de Campoamor. Sjávarsýn.
Fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni. Örstutt labb í verslanir og veitingastaði í bænum,  og einnig er göngufæri upp á Cabo Roig strip, þar sem er gott úrval af verslunum, veitingahúsum og börum.
Göngufæri í heilsugæslustöð, apótek, Consum stórmarkaðinn, bakarí ofl. Fallega gróið umhverfi með göngu-og hjólaleiðum.  
Einstakt tækifæri að eignast góða eign á þessum vinsæla stað.

Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali,adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur,   karl@spanareignir. GSM 777 4277

Nánari lýsing:
Neðri hæð.

Eldhús. Stofa og borðstofa í opnu rými. Arinn. Svefnherbergi og baðherbergi. Útgengi frá eldhúsi út á lokaða verönd. Úr stofu er útgengi út á verönd, yfirbyggð að hluta, og þaðan í lokaðan garð.
Efri hæð:
Tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Útgengi út á svalir frá öðru svefnherberginu. Þaðan er gott útsýni til sjávar. Stigapallur með góðum skápum, einnig skápar í svefnherbergjum.

Frá neðri hæð er innangengt í rúmgóðan lokaðan bílskúr undir húsinu.
Með smá endurbótum mætti gera þetta að flottri eign á frábærum stað. Tilvalið tækifæri fyrir laghenta, sem gætu nýtt bílskúrinn bæði fyrir bíl og vinnuaðstöðu.

Aðgengi að góðum sameiginlegum sundlaugargarði. Kjörin aðstaða til að njóta útiveru í góðu veðri allt árið.

Örstutt göngufæri  eftir göngustíg er niður á fallega strönd, en ströndin í Dehesa de Campoamor er ein sú besta á Costa Blanca svæðinu.
Hér er um einstaka eign og staðsetningu að ræða, algjöra útivistarparadís í rólegu og fallegu umhverfi nálægt fallegri strönd. Ekta staður fyrir þá sem vilja njóta útiveru í góðu veðri allt árið, eða jafnvel flytja alfarið í sólarparadísina á Spáni.
Ótal góðir golfvellir á svæðinu.
Svona gullmolar koma sjaldan í sölu og stoppa stutt.

Verð miðað við gengi 1Evra=150ISK: 
239.000 evrur eða ISK 35.800.000
Ofan á öll verð leggst 10% skattur og ca. 3% kostnaður við kaupin, samtals ca. 13%.

Hagstæð fjármögnun í boði úr spænskum bönkum, sem auðveldar kaupin.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir allt að 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í allt að 13%.

Eiginleikar: sér garður, sameiginlegur sundlaugargarður, bílskúr, strönd, útsýni,
Svæði: Costa Blanca, Dehesa de Campoamor,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
1001220523
Fasteignanúmer
1001220523
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Perlur við Strönd
Perlur við Strönd
Spánn - Costa Blanca
89 m2
Fjölbýlishús
423
421 þ.kr./m2
37.500.000 kr.
Skoða eignina SÁNAREIGNIR - Torrevieja miðbær
Sánareignir - Torrevieja miðbær
Spánn - Costa Blanca
71 m2
Fjölbýlishús
322
525 þ.kr./m2
37.300.000 kr.
Skoða eignina Sumareignir Punta Prima
Sumareignir Punta Prima
Spánn - Costa Blanca
73 m2
Fjölbýlishús
322
492 þ.kr./m2
35.900.000 kr.
Skoða eignina Sumareignir Stórar svalir
Sumareignir Stórar svalir
Spánn - Costa Blanca
82.1 m2
Fjölbýlishús
322
449 þ.kr./m2
36.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache