Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Grafarvogi kynna Vesturberg.Fallegt og bjart einbýlishús á þremur pöllum á frábærum stað í efra Breiðholti.
Komið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og stórum fataskáp. Innangengt er úr forstofunni inn á flísalagt gestasalerni.
Baðherbergið sem er nýlega uppgert er flísalagt í hólf og gólf. Þar er falleg innrétting og walk in sturta.
Svefnherbergisgangurinn á hæðinni er rúmgóður með mjög stórum fataskápum. Samkvæmt teikningu eru svefnherbergin þrjú en búið er að opna á milli tveggja. Báðar hurðir eru þó enn til staðar, því er auðvellt að breyta aftur í tvö herbergi. Hjónaherbergið er mjög rúmgott með stórum fataskáp.
Eldhúsið er með sérmíðaðri, vel með farinni, upprunalegri innrétingu, Þar er mikið skápapláss og virkilega góð vinnuaðstaða.
Borðstofan er rúmgóð og björt. Af hæðinni er útgengt út í garðinn.
Efri pallur.Á milli hæða er parketlagður, steyptur stigi. Þar uppi er stofan sem er mjög rúmgóð og björt, með stórum gluggum og miklu útsýni.
Neðri pallur.Á milli hæða er parketlagður, steyptur stigi. Undir stiganum er nokkuð rúmgóð geymsla. Önnur geymsla er á hæðinni sem hefur verði nýtt sem búr. Þar er niðurfall og stutt í lagnir þannig að möguleiki er á að búa til annað baðherbergi.
Eitt stórt svefnherbergi er á hæðinni sem möguleiki væri á að breyta í tvö.
Þvottahúsið er rúmgott með góðri innréttingu. Úr þvottahúsinu er útgengt út í garðinn.
Gólfefni hússins eru parket og flísar.
Búið er að skipta um þak á húsinu ásamt því að endurnýja gler í flestum gluggum. Fyrir framan húsið er stór og skjólgóður pallur.
Bílskúrinn er nokkuð rúmgóður. Á bílskúrshurðinni er gönguhurð.
Þetta er virkilega fallegt, vel skipulagt fjölskylduhús á góðum stað, þar sem stutt er í alla þjónustu, svo sem Hólabrekkuskóla, leikskóla verslun og íþróttastarf, sem vert er að skoða.
Vantar allar gerðir eigna á skrá. Persónuleg og góð þjónusta.
Nánari upplýsingar veitir:
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 863-1126
josep@fastgraf.is
www.fastgraf.is