Valhöll fasteignasala kynnir: Bárðarás 1, Hellissandi – fallegt einbýlishús á einstökum stað Til sölu er steinsteypt einbýlishús að Bárðarás 1 á Hellissandi. Húsið er 136,4 fm að stærð, byggt árið 1968 og er á einni hæð. Það stendur á rúmgóðri hornlóð á góðum stað með fallegu umhverfi og útsýni yfir Snæfellsjökul. Komið er inn í forstofu með fataskáp. Inn af forstofu er gert ráð fyrir gestaklósetti, en það er óklárað. Úr forstofu er gengið inn á hol sem tengir saman rými hússins. Til hægri er flísalagt eldhús og inn af því er geymsla og þvottahús með sérútgengi. Upplýsingablað frá seljanda mun fylgja söluyfirliti. Í húsinu er rúmgóð og björt stofa með stórum gluggum og fallegu útsýni til Snæfellsjökuls. Úr stofu er gengið út á um 25 fm sólpall sem snýr í suður, þar sem er heitur pottur. Húsið býður upp á fjögur herbergi, herbergisgang og parket á gólfum í íbúðarrýmum. Í aðalherbergi eru góðir skápar. Baðherbergið er með baðkari. Við húsið er tengi fyrir hleðslu rafmagnsbíls. Garðurinn er stór og gróinn og býður upp á mikla möguleika til útivistar og frekari mótunar. Hluti innbús getur fylgt með kaupum samkvæmt nánara samkomulagi. Innimyndir koma næstu daga. Ásett verð: 54,9 milljónir króna.
Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Pétur Steinar Jóhannsson Aðstoðarmaður fasteignasala í Ólafsvík í síma 893-4718 psj@simnet.is Allar almennar upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarsson löggiltur fasteignasali á Valhöll sími 588-4477.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Valhöll fasteignasala kynnir: Bárðarás 1, Hellissandi – fallegt einbýlishús á einstökum stað Til sölu er steinsteypt einbýlishús að Bárðarás 1 á Hellissandi. Húsið er 136,4 fm að stærð, byggt árið 1968 og er á einni hæð. Það stendur á rúmgóðri hornlóð á góðum stað með fallegu umhverfi og útsýni yfir Snæfellsjökul. Komið er inn í forstofu með fataskáp. Inn af forstofu er gert ráð fyrir gestaklósetti, en það er óklárað. Úr forstofu er gengið inn á hol sem tengir saman rými hússins. Til hægri er flísalagt eldhús og inn af því er geymsla og þvottahús með sérútgengi. Upplýsingablað frá seljanda mun fylgja söluyfirliti. Í húsinu er rúmgóð og björt stofa með stórum gluggum og fallegu útsýni til Snæfellsjökuls. Úr stofu er gengið út á um 25 fm sólpall sem snýr í suður, þar sem er heitur pottur. Húsið býður upp á fjögur herbergi, herbergisgang og parket á gólfum í íbúðarrýmum. Í aðalherbergi eru góðir skápar. Baðherbergið er með baðkari. Við húsið er tengi fyrir hleðslu rafmagnsbíls. Garðurinn er stór og gróinn og býður upp á mikla möguleika til útivistar og frekari mótunar. Hluti innbús getur fylgt með kaupum samkvæmt nánara samkomulagi. Innimyndir koma næstu daga. Ásett verð: 54,9 milljónir króna.
Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Pétur Steinar Jóhannsson Aðstoðarmaður fasteignasala í Ólafsvík í síma 893-4718 psj@simnet.is Allar almennar upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarsson löggiltur fasteignasali á Valhöll sími 588-4477.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Dagsetning
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
Nothæfur samningur
07/12/2023
28.700.000 kr.
22.000.000 kr.
136.4 m2
161.290 kr.
Já
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.