Miklaborg kynnir: Vel skipulögð og björt 91,6 fm 3ja herbergja íbúð á 2.hæð ásamt stæði í bílageymslu í nýlegu og vönduðu lyftuhúsi við Voginn í Reykjavík. Íbúðin skiptist í eldhús, stofu, sér þvottahús, baðherbergi, tvö svefnherbergi og svalir sem snúa í austur. Gólfhiti er í íbúðinni ásamt gólfsíðum gluggum. Vandaðar ítalskar innréttingar og kvartssteinn á borðum í eldhúsi og baðherbergi. Sérlega falleg eign.
Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 78.000.000 kr.
Bókið skoðun hjá Írisi Örnu, löggiltum fasteignasala í síma 770-0500 eða iris@miklaborg.is
NÁNARI LÝSING: Komið inn í rúmgott anddyri með skápum á gangi, eitt svefnherbergi með skápum ásamt góðu hjónaherbergi með skápum. Baðherbergi er með sturtu og fallegri innréttingu ásamt skáp. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf.
Eldhús með vönduðum ljósum (modern) innréttingum, eldunareyju og er opið inn í bjarta stofu og borðstofu með útgengi út á 6,6 fm svalir til austurs. Vínil parket er á gólfum fyrir utan votrýmin sem eru flísalögð.
Sér þvottahús er innan íbúðar. Stæði er í bílageymslu ásamt geymslu sem er 6,7 fm.
Ítölsk hönnun og glæsilegt yfirbragð einkennir íbúðina en allar innréttingar voru sérsmíðaðar af Gili Creation sem framleiddi m.a. innréttingar á 5 stjörnu hótelinu The Reykjavik EDITION. Þá var öll innanhússhönnun í höndum Ragnars Sigurðssonar, innanhússarkitekts.
Vogabyggðin er einn veðursælasti reitur borgarinnar, öll þjónusta er í göngufæri, stutt í stofnbrautir og svo er mikið af náttúruperlum í nágrenninu.
Nánari upplýsingar veitir:
Íris Arna Geirsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 770-0500 eða iris@miklaborg.is
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 28/06/2022 | 27.200.000 kr. | 66.900.000 kr. | 91.6 m2 | 730.349 kr. | Já |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
104 | 93.9 | 79,9 | ||
104 | 98.2 | 82,9 | ||
104 | 80.2 | 77,9 | ||
104 | 79.3 | 81,9 | ||
104 | 109 | 82 |