BYR fasteignasala kynnir í einkasölu ÞÚFUBARÐ 19 ÍBÚÐ 203, 220 Hafnarfjörður. Tveggja herbergja íbúð á efstu hæð, yfirbyggðar suð- austur svalir.
Húsið er staðsett innst í botnlanga í grónu hverfi, stutt í alla almenna þjónustu s.s. skóla og leikskóla, tvær sundlaugar í göngufæri. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er steypt, byggt árið 1989. Eignin skiptist í íbúð 65 m² og geymslu 5.4 m², samtals 70.4 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag íbúðar: Skáli/anddyri, eldhús, stofa og borðstofa, svefnherbergi, baðherbergi og þvottaherbergi.
**Eignin verður fyrst sýnd á opnu húsi. Tekið er á móti tilboðum daginn eftir opið hús** Bókaðu þig á opið hús | byr@byrfasteignasala.is | s. 483-5800**Nánari lýsing: Skáli/anddyri, tvöfaldur fataskápur, parket á gólfi,
Eldhús, parket á gólfi, helluborð, vifta, ofn, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu, gluggi.
Stofa og borðstofa eru saman í rými, parket á gólfi, frá stofu er útgengt út á yfirbyggðar svalir.
Svefnherbergi er með sjöföldum fataskápum, parket á gólfi
Baðherbergi, flísar á gólfi og á veggjum í sturtu, upphengt salerni, vask innrétting.
Þvottaherbergi er innan íbúðar, vinnuborð, vaskur í borði, flísar á gólfi.
Sér geymsla er á jarðhæð, málað gólf.
Sameign: Sameiginlegur inngangur, stigahús, vagna- og hjólageymsla.
Húsið er steinsteypt þriggja hæða fjölbýlishús með risþaki. Átta íbúðir eru í húsinu, tvær á jarðhæð, þrjár á 1. hæð og þrjár á 2. hæð.
Húsið var málað og múrviðgert að utan árið 2023, járn á þaki var yfirfarið 2017-2018.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 207-6870.Stærð: Íbúð 70.4 m².
Brunabótamat: 36.350.000 kr.
Fasteignamat: 47.500.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat ársins 2025: 48.100.000.-
Byggingarár: 1989.
Byggingarefni: Steypa.