RE/MAX, HERA BJÖRK Lgf. & BJARNÝ BJÖRG Lgf. ( 694-2526 / bjarny@remax.is ) kynna til SÖLU / LEIGU: : Verslunarhúsnæði á fyrstu hæð að Síðumúla 35. Vinsæl staðsetning fyrir verslunar- og fyrirtækjarekstur.
Húsnæðið er alls 184,2 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Beint aðgengi er frá götu inn í verslunarrýmið. Góð staðsetning í ört vaxandi hverfi.
** SMELLTU HÉR og skoðaðu þessa eign í 3 - D, þrívíðu umhverfi ****
SMELLTU HÈR til að bóka skoðun **
**
SMELLTI HÈR til að fá söluyfirlit **
Nánari lýsing:Húsnæðið skiptist í stórt opið rými sem gengið er inní beint frá götu, inn af því er svo salur sem bíður upp á ýmsa möguleika, gott eldhús, skrifstofa/geymsla og 2 flísalögð salerni. Parket á öllu alrými.
Innviðir voru að mestu endurnýjaðir 2019.
Búið er að endurnýja alla glugga í eigninni, múrviðgera allt ytra byrði, endurnýja klæðningu þar sem þarf og mála húsið. Þök verða máluð þegar veður leyfir
EIGNIN GETUR VERIÐ LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Hera Björk, löggiltur fasteignasali í síma
774-1477 eða á netfangið herabjork@remax.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk