Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Tjarnabraut 14, 260 Reykjanesbær.
Um er að ræða 4ja herbergja, 122,4 fm. endaíbúð á þriðju hæð.
Eignin er staðsett á góðum stað í innri Njarðvík, barnvænt hverfi, í göngufæri við grunnskólann Akurskóla og stutt í verslunarkjarna. Samgöngur til og frá svæðinu er góðar, stutt uppá Reykjanesbraut.
Eignin skiptist í anddyri, hol, eldhús með eyju, stofu, borðstofu, baðherbergi með þvotta aðstöðu, 3 svefnherbergi, stórar svalir með útsýni, geymslu í sameign og sérbílastæði.
Nánari lýsing:
Komið er inn í anddyri með parket gólfi og góðum fataskáp.
Hol er rúmgott með parket á gólfi.
Alrýmið skiptist í Eldhús, stofu og borðastofu sem eru í opnu björtu rými. Þar eru stórir gluggar sem gera íbúðina bjarta og fallega.
Í stofunni er útgengt út á stórar svalir með frábært útsýni.
Eldhús hefur parket á gólfi, stór eldhúseyja með helluborði og borðplötu úr granít. Góð hvít eldhúsinnrétting með uppþvottavél og miklu skápaplássi.
Baðherbergi hefur flísar á gólfi, snyrtileg hvít innrétting, baðkar, upphengt salerni og góð þvotta aðstaða með tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergin eru 3 talsins og öll parketlögð með fataskápum, hjónaherbergið er rúmgott með stórum fataskáp.
Sérgeymsla er í sameign ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Sérbílastæði merkt tilheyrir eigninni.
Bílaplan er malbikað og lóð að aftan er ræktuð.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ í síma 420-4050 og á netfangið es@es.is.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4%
ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr.
2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar
á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 70.000