Fasteignasalan TORG kynnir:Björt og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð með stórum sérafnotareit á eftirsóttum stað í Vesturbænum í Reykjavík.
Íbúðin er 76,0 fm að stærð, í dag skráð 71,8 fm, sjá nánar **.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Svava, löggiltur fasteignasali, s. 623-8889 og unnur@fstorg.isNánari lýsing:Gott steinsteypt fimm íbúða fjölbýli í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið er byggt 1986 og hefur verið vel viðhaldið.
Íbúðin:Forstofa er parketlögð með fataskáp. Forstofa opnast í rúmgott hol sem nýtist undir vinnurými.
Hvít innrétting í
eldhúsi meðfram tveimur veggjum með ljósri borðplötu og borðkróki við glugga. Stór fallegur gluggi út í garð. Opið á tvo vegu. Parket á gólfi.
Stór stofa og borðstofa með útgengi og gluggum beint út í góðan og afgirtan garð. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi er með hvítum fataskápum eftir heilum vegg. Parket á gólfi.
Barnaherbergi er með góðum glugga. Parket á gólfi.
Baðherbergi er búið baðkari með upphengdri sturtu og hvítri innréttingu við vask, tengi fyrir þvottavél. Hvítar flísar á veggjum.
Garður er afgirtur, mjög skjólgóður og sólríkur. Pallur byggður 2022. Leyfi til að hækka grindverk og lengja afgirtan hluta garðsins að framhlið húss skv. nýrri eignaskiptayfirlýsingu, sjá nánar **.
Sameign: Sér geymsla, 4 fm, með glugga er í sameign ásamt sameiginlegu þvottahúsi.
Snjóbræðslukerfi er í stéttum frá bílastæðum og að inngöngum nærliggjandi húsa.
Endurbætur:
*Þakjárn, þakkantur og þakgluggi í sameign endurnýjað 2021
*Dren lagt ásamt nýjum brunni í götu 2022*Snjóbræðslukerfi í stétt yfirfarið 2022
**Verið er að þinglýsa nýjum eignaskiptasamningi.
Nýr eignaskiptasamningur leiðréttir núverandi fermetraskráningu eignar, sem verður 76,0 fm, þar sem fermetrastærð íbúðar verður 72,0 fm og geymsla, skráð 4 fm, verður bætt við núverandi stærð eignar. Einnig verður afgirtur garðurinn tilgreindur sem sérafnotareitur íbúðar.
Vel skipulögð og björt 3ja herbergja íbúð á vinsælum stað í Vesturbænum. Stór afgirtur garður til vesturs með nýjum palli.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Svava, löggiltur fasteignasali, s. 623-8889 og unnur@fstorg.isGjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald kr. 2.700.- kr. af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.