Lind fasteignasala kynnir 220,8 fm fjögurra herbergja einbýlishús með útsýni til sjávar með tvöföldum bílskúr, 129,5 fm vinnustofu með geymslulofti, 30 fm gróðurhúsi, 15 fm útigeymslu og 9 fm grillhúsi.
Eignin stendur á 4800 fm eignarlóð við Iðavelli í Vogum á Vatnsleysuströnd. Innan eignarlóðarinnar eru tveir 550 fm byggingarreitir samkvæmt deiliskipulagi og því liggur fyrir samþykki fyrir auknu byggingarmagni. Brunabótamat eignar er 177.850.000 kr.
Bókið skoðun í gegnum tara@fastlind.is / 847-8584
Húsið og bílskúrinn voru byggð árið 2010, en vinnustofan árið 2015. Húsið er sjálfbært, þ.e. með heitt vatn og eigin vatnsholu. Myndavélakerfi er á húsinu og ljósleiðari til staðar.
Innan hússins eru þrjú rúmgóð svefnherbregi, tvö baðherbergi og þvottahús. Gólfhiti er í húsinu.
Eignin er skráð sem lögbýli, umkringd náttúru og í einungis 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Einbýlishús:
Forstofa: Flísar á gólfi, innangengt í þvottahús.
Stofa/borðstofa: Samliggjandi með eldhúsi, björt, parket á gólfi, arinn, útsýni til allra átta, útgengt á hellulagða verönd.
Eldhús: Parket á gólfi, hvít innrétting með miklu skápaplássi og grárri borðplötu, eldavél með gashelluborði.
Baðherbergi I: Mjög rúmgott, hvítar flísar á gólfi og veggjum, dökkgráir skápar, sturta, upphengt salerni. Lagnir eru til staðar fyrir baðkar.
Baðherbergi II: Staðsett við forstofu, hvít innrétting með vaski.
Hjónaherbergi: Rúmgott, parket á gólfi, fataskápur, útgengt á hellulagða verönd.
Svefnherbergi I: Rúmgott, parket á gólfi.
Svefnherbergi II: Rúmgott, parket á gólfi.
Þvottahús: Hvít innrétting með góðu skápaplássi ásamt lokuðu geymslurými. Innangengt bæði í forstofu og bílskúr.
Bílskúr: Tvöfaldur, skráður 52.1 fm skv. Þjóðskrá með tveimur rafmagnshurðum og stýrikerfi fyrir gólfhita hússins.
Vinnustofa/Bílaverkstæði: 145.7 fm skv. Þjóðskrá, en þar af er 16.2 fm geymsluloft sem í dag nýtist sem útleigueining. Bílalyfta, einstaklega mikil lofthæð, baðherbergi með sturtu, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Á efri hæðinni er lítil innrétting með vaski.
Gróðurhús/ glerskáli: 30 fm skv. Þjóðskrá. Hellulagt með rafmagnspotti og kamínu.
Grillhús: 9 fm með grillstæði í miðju og bekki þar í kring.
Allar upplýsingar um eignina veitir Tara Sif Birgisdóttir löggiltur fasteignasali í síma 847 8584 / tara@fastlind.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.