Fasteignaleitin
Skráð 11. sept. 2024
Deila eign
Deila

Fjallalind 44

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-201
168.5 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
149.900.000 kr.
Fermetraverð
889.614 kr./m2
Fasteignamat
127.050.000 kr.
Brunabótamat
92.300.000 kr.
Byggt 1995
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2223020
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Ekki vitað
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Ekki vitað
Þak
Ekki vitað
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Glæsilegt og einstaklega vel um gengið endaraðhús með innbyggðum bílskúr í rólegum botnlanga við Fjallalind í Kópavogi.  Íbúðarrými er skráð 144,5 fm. og bílskúr 24,0 fm. samtals birt stærð 168,5 fm. Samkvæmt teikningu er gert ráð fyrir fjórum svefnherbergjum í húsinu en í núverandi skipulagi eru þrjú svefnherbergi og opið rými sem nýtist sem sjónvarpsherbergi sem auðvelt væri að breyta til baka í fjórða svefnherbergið.
 
NÁNARI LÝSING: 
Forstofa flísalögð 2020 með vönduðum flísum. Hiti í gólfum. 
 
Innangengt úr anddyri í bílskúr með góðum gluggum, lýsing endurnýjuð 2020. Flísar á bílskúrsgólfi. 
 
Á efra lofti yfir bílskúrnum er 25fm geymsla sem nær einnig yfir forstofu. Útgengt er á stóra timburverönd úr bílskúr sem umlykur austur- og norðurhlið hússins . Á veröndinni er heitur pottur og útisturta.
 
Eldhús er með vandaðri eikarinnréttingu og vönduðu innfelldu helluborði, bakarofni frá Gaggenau og blöndunartækjum.
 
Borðstofa við eldhús er björt með gólfsíðum glugga og með útgengi út á sólpall til suðurs með skjólveggjum.
 
Stofa með mjög mikilli lofthæð og innfelldri lýsingu í loftum.  Stórir gluggar á stofu og gott útsýni til vesturs.
 
Mjög stór verönd með skjólveggjum, lýsingu og rafmagnstenglum allt í kringum húsið. Fallegt útsýni að Esjunni. 
 
Sjónvarpsstofa sem hægt er að breyta í svefnherbergi skv. teikningu. Útsýni til vesturs. 
 
Baðherbergi mjög vandað með fallegum flísum og innréttingum.  Stór flísalagður sturtuklefi með sturtugleri og vönduðum, innfelldum blöndunartækjum. Hiti í gólfum.
 
Barnaherbergi með fallegu útsýni. 
 
Barnaherbergi. Tveir bjartir gluggar, innbygður fataskápur og framúrskarandi Esjuútsýni. 
 
Hjónaherbergi, bjart og rúmgott með gluggum á tveimur hliðum, gólfsíður gluggi til vesturs. 
 
Baðherbergi innangengt frá hjónaherbergi. Vandað rými með glæsilegum flísum, hátt til lofts, vönduð blöndunartæki. Gólfhiti. 
 
Fataherbergi innangengt frá hjónaherbergi. Hátt til lofts og mikið geymslurými ofan við innréttingar. 
 
Allt ástand eignarinnar utan sem innan er til fyrirmyndar og er m.a. búið að endurnýja rennur, mála þak og glugga (2019). 
 
Ytra byrði hússins er með lituðu hvassi og þarf því ekki að mála. 
 
Hiti í öllum stéttum og bílaplani fyrir framan hús.
 
GLÆSILEG EIGN Á EFTIRSÓTTUM STAÐ

 2020 - Veggir og loft máluð.
 
2020 - Gólfhiti settur í öll alrými fyrir utan svefnherbergi. Ofnar fjarlægðir úr alrými og forstofu. 
 
2020 - Skipt var um gólfefni  í öllum rýmum nema á stóra baði og bílskúr.
 
2021 - Geymslu breytt í baðherbergi inn af hjónaherbergi. 
 
2021 - Nýjar pípulagnir í þvottavél, útisturtu og baðherbergi inn af hjónaherbergi. 
 
2022 - Útisturta með hitavír og hitavír endurnýjaður fyrir pott. 
 
2022 - Þvottahúsinnrétting og skápar settir upp í bílskúr
2023 - Bílahleðslustöð, 3ja fasa rafmagn tekið inn og öll öryggi endurnýjuð í rafmagnstöflu. 

 
Sérpantaður Gagenau ofn í eldhúsinu úr Ormsson. 
 
Lofthæð í stofu tæpir 5m. 

Nánari upplýsingar veita: Gunnar S. Jónsson löggiltur fasteignasali í síma 899-5856 eða gunnar@betristofan.is eða Þórir Skarphéðinsson löggiltur fasteignasali í síma 844-9591 eða Thorir@betristofan.is 


 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
20/12/201966.500.000 kr.79.000.000 kr.168.5 m2468.842 kr.
27/03/200737.360.000 kr.48.500.000 kr.168.5 m2287.833 kr.
21/08/200634.240.000 kr.49.200.000 kr.168.5 m2291.988 kr.Nei
30/05/200634.240.000 kr.69.000.000 kr.579.1 m2119.150 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Fjallalind 108
Skoða eignina Fjallalind 108
Fjallalind 108
201 Kópavogur
190.9 m2
Einbýlishús
715
838 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Sunnusmári 7 (601)
Bílastæði
Sunnusmári 7 (601)
201 Kópavogur
173.4 m2
Fjölbýlishús
624
836 þ.kr./m2
144.900.000 kr.
Skoða eignina Jötunsalir 2
Bílskúr
Skoða eignina Jötunsalir 2
Jötunsalir 2
201 Kópavogur
210 m2
Fjölbýlishús
725
761 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Jötunsalir 2
Bílskúr
Skoða eignina Jötunsalir 2
Jötunsalir 2
201 Kópavogur
210 m2
Einbýlishús
725
761 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin