VALBORG fasteignasala kynnir í einkasölu: Lækjarbrún 30, 810 Hveragerði.
Þriggja herbergja raðhús á einni hæð.
Húsið er skráð 86,3 m2 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús/geymslu og tvö svefnherbergi.
Hellulögð verönd bæði fyrir framan og aftan hús.
Fasteignamat eignarinnar er kr. 63.800.000kr.-
Sjá staðsetningu hér:
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.Nánari lýsing:Anddyri er flísalagt og þar er þrefaldur fataskápur.
Hjónaherbergið er um 14,5fm með gólfsíðum glugga er vísar til austurs og sexföldum fataskáp.
Svefnherbergið er um 9fm með golfsíðum glugga er vísar til austurs.
Eldhús er með ljósri innréttingu, efri og neðri skápum, bakarofn í vinnuhæð. Frá eldhúsi er útgengt út í framgarð.
Stofan er björt, með uppteknu lofti og góðum gluggum. Þar er hurð út í bakgarðinn sem er með hellulagðri verönd og skjólveggjum.
Þar er einnig geymsluskúr.
Baðherbergi er með innréttingu, handlaug, upphengdu wc og "walk-in" sturtu.
Þvottahús/geymsla er innan íbúðar. Þar eru skolvaskur og gert ráð fyrir þvottavél og þurkara.
Parket er á öllu rýminu nema baðherbergi og anddyri en þar eru flísar. Gólfhiti er í allri eigninni.
Garður er gróinn og allt umhverfið snyrtilegt með hellulögðum gangstéttum og snjóbræðslu.
Eign þessi tengist Heilsustofnun HNLFÍ með þjónustusamning sem kaupandi mun yfirtaka.
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, lgf, í síma
823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, lgf, í síma
861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.