Fasteignaleitin
Skráð 25. júlí 2023
Deila eign
Deila

Austurstræti 8-10

Atvinnuhúsn.Höfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
2100 m2
Verð
Tilboð
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
HJ
Halldór Jensson
Sölustjóri
Byggt 2000
Lyfta
Útsýni
Aðgengi fatl.
Fasteignanúmer
2358599_1
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypa
Númer hæðar
0
Hæðir í húsi
5
Hæðir í íbúð
4
Til leigu hjá Reitum: Skrifstofuhæðir í vönduðu húsi með útsýni yfir Austurvöll
 
Skrifstofuhúsnæði á 2-5 hæð í húsi byggt árið 2000. Önnur, þriðja og fjórða hæð er um 550 fermetrar en 5. hæðin er inndregin með svölum og er um 450 fermetrar. Hæðirnar geta leigst saman eða í sitthvoru lagi.
 
Einstaklega fallegt útsýni yfir Austurvöll og Alþingishúsið er af öllum hæðum hússins. Inngangur við Austurvöll/Vallarstræti, þar er fallegt gler stigahús með lyftu. Austurstrætismegin er stigi sem tengir 2. til 5. hæð hússins og opnast jafnframt inn í flóttaútgang sem vísar að Austurstræti.

Reitir geta aðlagað og klæðskerasniðið húsið að innan þannig að það henti nýjum leigutökum. Í húsnæðinu eru vandaðar innréttingar og hurðar, gólfefni eru parket og dúkur. Húsið er laust til afhendingar frá 1. janúar 2024 eða síðar háð umfangi framkvæmda.
  • Önnur hæð hússins (um 550 m2) skiptist í dag í rúmgott móttökusvæði og nokkur stór fundarherbergi. Þar er einnig eldhús og um 50 fermetra vinnurými.
  • Þriðja og fjórða hæð (um 550 m2 hvor) eru svipaðar að innra skipulagi og skiptast í móttöku, u.þ.b. 15 skrifstofur, kaffiaðstöðu, tvö salerni og rúmgott miðjurými.
  • Fimmta hæðin (um 450 m2) skiptist í móttöku og 11 rúmgóðar skrifstofur, tvö salerni, rúmgóða kaffiaðstöðu og fundarherbergi. Mikil lofthæð að hluta til og rúmgóðar svalir bæði til norðurs og suðurs. Einstakt útsýni yfir Austurvöll, Alþingishúsið, Hótel Borg og Dómkirkjuna gefur hæðinni mikinn karakter.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Jensson, sölustjóri, í 840 2100 eða halldor@reitir.is.

Reitir bjóða framsýnum fyrirtækjum klæðskerasniðið atvinnuhúsnæði til leigu. Reitir byggja á arfleifð umsvifa sem hófst með byggingu Kringlunnar árið 1987. Innan eignasafnsins eru á annað hundrað fasteignir auk metnaðarfullra þróunarverkefna. Á síðari árum hafa Reitir hlúð að sögufrægum byggingum og staðið þannig vörð um íslenskan menningararf á sama tíma og horft er til sjálfbærrar framtíðar.

Kynntu þér þjónustu Reita og fleira húsnæði til leigu á www.reitir.is


Tegund: skrifstofurými
Afhending: Afhending samkomulag
ID:04
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
GötuheitiPóstnr.m2Verð
108
2100
Tilboð
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache