Fasteignasalan Torg og Svavar Friðriksson, löggiltur fasteignasali kynna: Vel staðsett, fjögurra herbergja, 136,2m2 þar af bílskúr 27,7m2 parhús, með fallegu útsýni, í Reykholti, Bláskógabyggð. Húsið sem, stendur á hornlóð, er byggt úr timbri er á steyptri plötu og í góðu ástandi að sögn eigenda. Forstofa, alrými, stofa, borðstofa, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, bílskúr, geymsla og köld geymsla.
Stutt er í alla þjónustu. Húsið er með gólfhita - hitunarkostnaður er hagkvæmur.
Allar nánari upplýsingar veitir Svavar Friðriksson, lgfs, í síma 623-1717 - svavar@fstorg.is.
Nánari lýsing eignar:
Innkeyrsla. Stór og rúmgóð innkeyrsla.
Forstofa. Rúmgóð og flísalögð forstofa sem hægt er að loka, fatahengi.
Alrými. Flísar á gólfi. Stórt, bjart og mikið rými með miklum möguleikum. Stofa, borðstofa, eldhús.
Eldhús. Viðarinnrétting með góðu hirsluplássi. Helluborð, loftgleypir, bakaraofn í vinnuhæð. Tæki frá AEG. Tengi fyrir uppþvottavél. Gluggar fyrir ofan vask. Mósaikflísar í kringum vaskinn. Ísskápur má fylgja með.
Borðstofa. Rúmgóð og björt.
Stofa. Góð stofa þar sem er útgengt í bakgarð.
Hjónaherbergi. Rúmgott svefnherbergi með fataskáp.
Barnaherbergi. Tvö góð barnaherbergi með fataskápum.
Baðherbergi. Gott baðherbergi með glugga. Salerni, Baðkar með sturtu, viðarinnrétting. Flísar á gólfi og fyrir ofan baðkar.
Bílskúr. Vel innréttaður og snyrtilegur bílskúr. Gólfið er málað. Möguleiki á að útbúa herbergi.
Bakgarður. Skjólsæll og góður bakgarður með palli. Gengið er inn í hitakompu bakatil.
Geymsla. Gott geymslurými er í eigninni. Köld geymsla er við húsið og geymsluloft inn í bílskúr.
Staðsetning. Örstutt er í skóla og leikskóla og aðra þjónustu. Ágætis atvinnustig er á svæðinu.
Allar nánari upplýsingar veitir Svavar Friðriksson, lgfs, í síma 623-1717 - svavar@fstorg.is.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra.