Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali hjá TORG fasteignasölu kynnir: Rúmgóð þriggja til fjögurra herbergja íbúð á annarri hæð auk útleigueiningu í risi að Birkimel 8A, Vesturbæ Reykjavíkur. Eignin er samtals skráð 97,2 fermetrar, sem skiptist í 80,3 fermetra íbúð, 8 fm. geymslu í kjallara og
8,9 fm. herbergi í risi (skráð sem geymsla) með aðgengi að sameiginlegu baðherbergi með sturtu. Íbúðin sjálf skiptist í rúmgott forstofu/hol, rúmgott hjónaherbergi, baðherbergi, eldhús og tvær stórar og bjartar samliggjandi stofur. Frá borðstofu er útgengt á svalir með fallegu útsýni. Lítil geymsla (fata- eða búrskápur) er innan íbúðar en á jarðhæð sameignar er sérgeymsla ásamt sameiginlegu þvottaherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Einnig er sameiginlegt þurrkherbergi og hjóla- og vagnageymsla. Stigagangur sameignar var nýlega málaður og teppalagður.
Frábærlega staðsett nálægt Háskóla Íslands og í göngufæri við leikskóla, grunnskóla og verslanir.
Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Ragnar fasteignasali í s: 844-6516 eða ragnar@fstorg.isNánari lýsing:Eignin er staðsett í fallegu klassísku fjölbýlishúsi í Vesturbæ Reykjavíkur. Þegar húsið var endursteinað upp á gamla mátann hlaut það viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir endurbæturnar. Nýlega var stigagangurinn málaður og teppalagður.
Forstofa/hol: Komið er inn í flísalagt anddyri/hol sem tengir saman öll rými íbúðarinnar. Stór innbyggður fataskápur.
Eldhús: Bjart eldhús með flísum á gólfi. Búið hvítri innréttingu með efri og neðri skápum, helluborði, bakaraofni og háfi. Gluggi með opnanlegu fagi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Búið hvítri innréttingu með handlaug, upphengdu salerni
og baðkari með sturtuaðstöðu.
Stofa og borðstofa: Stofurnar eru rúmgóðar í opnu og björtu alrými með stórum gluggum. Góð lofthæð og harðparket
á gólfi. Frá borðstofu er útgengt á svalir. Fallegur franskur gluggi er við svaladyr og fallegt steypt handrið á svölum. Auðvelt væri að hagnýta annan hluta stofunnar sem svefnherbergi.
Svefnherbergi: Einstaklega rúmgott með harðparketi
á gólfi og fimmfaldri innbyggðri fataskápalengju sem nær þvert yfir vegg hjónaherbergis.
Íbúðarherbergi í risi: Í risi húss er gott herbergi með aðgengi að sameiginlegu baðherbergi með sturtuaðstöðu. Samkvæmt opinberum skráningum er herbergið skráð sem 8,9 fm. geymsla. Herbergið er að hluta til undir súð og er því gólfflötur töluvert stærri. Herbergið er með
harðparketi
á gólfi, búið innbyggðum geymsluskápum, innréttingu, hillueiningu, og innbyggðri lýsingu í lofti. Að sögn eiganda hefur herbergið áður verið í útleigu og allir innanstokksmunir risherbergis geta fyllt með í kaupunum sé þess óskað.
Geymsla: Á jarðhæð sameignar er sérgeymsla með glugga og hillum. Lítið geymsla (búr-/fataskápur) er innan íbúðar.
Hjóla- og vagnageymsla: Í kjallara húss er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Þvottaherbergi: Sameiginlegt þvottaherbergi með tengi fyrir eigin þvottavél og þurrkara.
Þurrkherbergi: Sameiginlegt þurrkherbergi með þvottasnúrum og vinnuborði.
Sjarmerandi eign sem er frábærlega staðsett í Vesturbæ Reykjavíkur. Göngufæri í háskólann, leik- og grunnskóla, sundlaug, íþróttaðastöðu, kaffihús og verslanir.
Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Ragnar fasteignasali í s: 844-6516 eða ragnar@fstorg.isFáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign (Áætlað en taka þarf mið á breytingum á gjaldskrá Sýslumanns):
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.800 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ath. gjaldskrá er birt með fyrirvara. Aðeins er um að ræða áætlaða gjaldskrá sýslumanns.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.