Fasteignaleitin
Opið hús:17. des. kl 16:00-17:00
Skráð 13. des. 2025
Deila eign
Deila

Brautarland 4

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
183.5 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
139.500.000 kr.
Brunabótamat
95.350.000 kr.
Byggt 1968
Þvottahús
Garður
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2037150
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Ekki vitað
Frárennslislagnir
Ekki vitað.
Gluggar / Gler
Ekki vitað
Þak
Ekki vitað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Upphitun
Sér
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Nokkur raki er í útvegg í stofu bakvið ofna, undir gluggum.
Valborg  ehf kynnir raðhúsið Brautarland 4, á þessum eftirsótta stað í Fossvogi.
Um er að ræða 183,5 ferm raðhús á einni hæð í Brautarlandi 4, 108 Reykjavík með innbyggðum bílskúr. 
Gott skipulag og er eignin á einni hæð og næg bílastæði fyrir utan húsið.
Fallegur og vel gróinn garður með sólpöllum og skjólveggjum. Snjóbræðsla í innkeyrslu.
Opið hús verður í eigninni miðvikudaginn 17. desember kl. 16:00-17:00


Nánari upplýsingar veitir Elvar Guðjónsson, viðskfr og lögg fasteignasali, í síma 8954000, tölvupóstur elvar@valborgfs.is.

Nánari lýsing:
Forstofa: Gengið er inn í bjarta og rúmgóða forstofu með innbyggðum skápum. Flísar á gófli.
Gestasnyrting: Snyrtileg, flísalögð gestasnyrting er staðsett inn af forstofu.
Forstofuherbergi: Ágætt herbergi með parketi á gólfi.
Hol: Rúmgott og bjart hol sem tengir saman öll rými hússins. Stórir gluggar og parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Mjög rúmgóð og björt með stórum gluggum og útgengi í glæsilegan, gróinn suðurgarð með sólpöllum og skjólveggjum.
Eldhús: Falleg hvít innrétting með innbyggðum ísskáp og ofni í vinnuhæð. Góður borðkrókur og parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott með góðu skápaplássi og parketi á gólfum. Útgengi er úr hjónaherbergi á skjólgóðan og sólríkan suðurpall.
Herbergi/sjónvarpsstofa: Mjög rúmgott með parketi á gólfi. 
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi sem flísalagt er í hólf og gólf. Upphengt salerni, sturtuklefi, falleg innrétting með geymsluplássi og handklæðaofn.  
Þvottahús: Rúmgott þvottahús með nýlegri innréttingu og góðu skápaplássi,  er staðsett inn af eldhúsi. Útgengi frá þvottahúsi þar sem búið er að koma fyrir sorpskýli með haganlegum hætti.
Bílskúr: 20 m2 bílskúr með sérrými fyrir góða geymslu.
Lóð: Lóðin er mjög snyrtileg og gróin með fallegum trjágróðri. Við suðurhlið hússins eru stórir sólpallar með skjólveggjum.
Annað:Að sögn seljenda þá er nýbúið að fóðra skólp hússins, með varanlegum efnum sem eiga að endast í 50 ár. Skipt var um þak lengjunnar fyrir u.þ.b. 20 árum síðan.

Staðsetning: Eignin er frábærlega staðsett. Það er stutt ganga í útivistarsvæðið í Fossvoginum sjálfum, þar sem eru vinsælar göngu- og hlaupaleiðir. Skólar og leikskólar eru í öruggri fjarlægð og stutt er að keyra í alla helstu þjónustu.

Eignin Brautarland 4 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 203-7150, birt stærð 183.5 fm.

Nánari upplýsingar veitir Elvar Guðjónsson , í síma 8954000, tölvupóstur elvar@valborgfs.is.

Smá móða er á einu gleri í framhlið hússins í svefnherbergi þar, ekki móða í öðrum gluggum að sjá

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
26/07/2024138.850.000 kr.169.500.000 kr.183.5 m2923.705 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Orkureitur D2 204
Opið hús:16. des. kl 12:30-13:00
22083_ORKU_drone53_2025-03-25.jpg
Orkureitur D2 204
108 Reykjavík
129 m2
Fjölbýlishús
423
1006 þ.kr./m2
129.800.000 kr.
Skoða eignina Orkureitur D1 802
Opið hús:17. des. kl 12:30-13:00
705_cam7_2024_11_25.jpg
Orkureitur D1 802
108 Reykjavík
200.4 m2
Fjölbýlishús
423
1396 þ.kr./m2
279.800.000 kr.
Skoða eignina Orkureitur D1 208
Opið hús:16. des. kl 12:30-13:00
705_cam8_2024_11_25.jpg
Orkureitur D1 208
108 Reykjavík
154.7 m2
Fjölbýlishús
423
1034 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Orkureitur D1 804
Opið hús:16. des. kl 12:30-13:00
801_cam1_2025_04_11.jpg
Orkureitur D1 804
108 Reykjavík
169.9 m2
Fjölbýlishús
423
1324 þ.kr./m2
225.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin