Helgafell fasteignasala kynnir: Núpahraun 26, 815 ÞorlákshöfnGlæsilegt, nýlegt fjögurra herbergja endaraðhús með innbyggðum bílskúr, mikilli lofthæð og sólríkum suðurgarði.
Eignin stendur í rólegu og nýju hverfi í Þorlákshöfn, í göngufæri frá miðbænum og allri helstu þjónustu.
Birt stærð 148,4 fm, þar af
íbúð 105,3 fm. og
bílskúr 43,1 fm. samkvæmt skráningu HMS.
Húsið er timbureiningahús frá Örk ehf, byggt árið 2022, hannað af
Pro-Ark arkitektastofu og er hluti af raðhúsalengjunni Núpahraun 20–26.
Skipulag eignar- Anddyri/gangur
- Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi
- Þrjú svefnherbergi
- Baðherbergi
- Þvottahús
- Innbyggður bílskúr
- Geymsla með sérútgengi í garð
Nánari lýsing:Anddyri / GangurSnyrtilegt rými með tvöföldum fataskáp. Flísar á gólfi.
Alrými – stofa, borðstofa og eldhúsBjart og rúmgott alrými með mikilli lofthæð, allt að
4,5 metrum í hæsta punkt.
Útgengt úr stofu í sólríkan suður- og vesturgarð.
Loftdúkur frá Parka, gólfhiti og harðparket.
EldhúsStílhreint og nútímalegt:
- Samsung helluborð, ofn í vinnuhæð og vifta
- Innbyggður ísskápur
- Gert ráð fyrir uppþvottavél (innbyggð uppþvottavél getur fylgt)
- Eyja með skápum
- Útsogs-vifta með ljósi, rakaskynjara og Bluetooth
Svefnherbergi- Hjónaherbergi með tvöföldum fataskáp
- Tvö barnaherbergi, bæði með fataskápum
Baðherbergi- Flísalagt í hólf og gólf.
- Sturta, vegghengt salerni, innrétting með vaski, speglaskápur og handklæðaofn.
- Vent Axia Svara viftur tryggja góða loftræstingu.
Þvottahús- Flísalagt rými með vinnuborði og skolvaski.
- Innangengt úr þvottahúsi í bílskúr.
BílskúrRúmgóður bílskúr með:
Inntökum, gólfhitakistu, hitastýringum, rafmagnstöflu
Inn af bílskúr er geymsla með glugga og útgengi í suðurgarð -
Möguleiki að útbúa sér íbúð eða herbergi úr þessari geymslu með sér inngang.Lóð og frágangur- Húsið er klætt dökkgráu liggjandi bárustáli með hvítum innskotum.
- Þak er með Ranilla stölluðu þakstáli, svart.
- Hvítir viðhaldslitlir PVC-gluggar (RAL 9010).
- Röraleið er fyrir hleðslustöð rafbíla (stöð fylgir ekki).
- Gert ráð fyrir snjóbræðslu í bílaplani (lagnir tilbúnar).
- Sorptunnuskýli fylgir.
Gólfefni og tæknibúnaður- Harðparket á alrými, gangi og svefnherbergjum.
- Flísar í anddyri, baðherbergi og þvottahúsi.
- Gólfhiti í allri eigninni.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Helgafell fasteignasala - sími: 566 0000
Rúnar Þór Árnason, lgf., runar@helgafellfasteignasala.is