Fasteignasalan TORG kynnir gott raðhús á einni hæð, alls skráð 194,7fm, þar af 31,2fm bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, sjónvarpshol, stofu og borðstofu, sólskála, eldhús m/borðkrók, búr, þvottaherbergi, þrjú svefnherbergi, og stórt baðherbergi. Timbursólpallur er í suð-vesturgarði, sem er mjög skjólsæll. Allar nánari uppl. veitir Sigurður Gunnlaugsson, fasteignasali i GSM: 898-6106 eða sigurdur@fstorg.isNánari lýsing: Komið er inn í rúmgóða forstofu, m/flísar á gólfi, frá forstofu er hurð inn í þvottaherbergi og búr. Úr forstofu er komið inn í aðalrými hússins, sjónvarpshol. Parket er á nær allri eigninni nema í votrýmum og sólskála, sem er flísalagt.
Forstofa: með flísar á gólfi, góðir forstofuskápar. Innangengt í þvottaherbergi og yfir í aðalrými hússins.
Aðalrými: sjónvarpshol er í miðju hússins, úr því er opið inn í borðstofu og stofu og útgengi út á sólpall.
Stofa og sólstofa: í stofurýminu er borðstofa og betri stofa og svo er sólstofa útaf stofu, um er að ræða viðbyggingu (frá 2001-2002). Útgengi er útúr sólskála er á timbursólpall í garði.
Eldhús: Góð innrétting, og borðkrókur. úr eldhúsi er gengið inn í þvottaherbergi/búr.
Svefnherbergi: alls eru 3 góð svefnherbergi, þar af hjónaherbergi með fataherbergi.
Baðherbergi: mjög rúmgott, flísalagt, með sturtu og hornbaðkari, uppgert um 2002-2004.
Sólpallur og Garður: góður timburpallur er út af sjónvarpsholi og stofu. Garður er snyrtilegur og fallegur.
Bílskúr: rúmgóður.
Heimkeyrsla: hellulögð og rými fyrir 2-3 bíla.
Niðurlag: Um er að ræða frábært raðhús á einni hæð í þessu vinsæla hverfi í Garðabæ. Stutt í alla almenna þjónustu, leik- og grunnskóla o.fl. Allar nánari upplsýingar veitir Sigurður Gunnlaugsson,fasteignasali i GSM: 898-6106 eða sigurdur@fstorg.isForsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,-. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
TORG fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.