Fasteignaleitin
Skráð 15. des. 2025
Deila eign
Deila

Hrísar II

Jörð/LóðNorðurland/Hvammstangi-531
179976.8 m2
Verð
Tilboð
Fasteignamat
1.040.000 kr.
Brunabótamat
108.700.000 kr.
Mynd af Ólafur H. Guðgeirsson
Ólafur H. Guðgeirsson
löggiltur fasteignasali
Fasteignanúmer
2135186
Húsgerð
Jörð/Lóð
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Hrísar II, um það bil 668 hektara bújörð í Fitjárdal í Húnaþingi vestra. Fasteignanúmer F213-5186 og landnúmer L144614

Jörðin er sléttlend og vel gróin, úthagi og mólendi að mestu, en ræktað land telst vera 17,9 hektarar en ræktun hefur þó lítið verið haldið við. Húsakostur jarðarinnar er fyrst og fremst 531,3 fermetra fjárhús með áburðarkjallara, sem nýtt er sem hesthús, og áföst 445,5 fermetra hlaða/flatgryfja. Ástand húsanna er sæmilegt, en steypan í húsunum virðist vera ágæt, þök sæmileg en gluggar, dyr, innviðir og umhverfi húsanna þarfnast viðhalds. Einnig er skúr staðsettur nærri útihúsunum. Hægt er að nálgast heitt vatn á jarðarmörkum.

Stærð jarðarinnar er metin sem 667,6 hektarar samkvæmt áætlun um eignamörk frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Nánari upplýsingar um þessa áætlun HMS má sjá HÉRHMS bendir sérstaklega á að þetta er aðeins áætlun. Færsla upplýsinga í landeignaskrá hefur ekki áhrif á tilvist og efni eignarréttinda að einkarétti eða áhrif á þinglýsingarhluta fasteignaskrár. Landeignaskrá skráir ekki fasteignatengd réttindi svo sem hlunnindi og ítök.

Gildandi lýsing á landamerkjum jarðarinnar, tekin úr landamerkjabréfum, er svo hljóðandi:
Samkvæmt landamerkjabréfi frá 10. febrúar 1885 eru landamerki að sunnan, vestan og norðan sem hér segir: 
Að norðan, frá kletti við Fitjaá, (nefndum Hesti,) vestur í Rjúpuhól, sem einkenndur er með vörðu, þaðan í Sighvatshól, sem eins er einkenndur, og frá honum vestur í vörðu, sem stendur í miðri keldu; frá henni suður miðjan Kárdal, fram í Kárdalsdrög, svo í Bessaborgarhögg austanvert, og þaðan suður í grjótvörðu á vestanverðum Jafnhólum; frá vörðunni austur stóra Jafnhól í litla Grástein, úr honum austur í stóra Grástein, og frá honum í grjótvörðu á melnýpu við Fitjá, fyrir sunnan Grásteinstjarnarlæk; að austan ræður Fitjá merkjum.  Undirstrikuð málsgrein hér að framan er fallin úr gildi og í stað hennar kemur landamerkjabréfi dagsett 28. október 1954.
Landamerki Hrísa II samkvæmt landamerkjabréfi dagsettu 28. Október 1954:

Að austan: Sýsluvegurinn ræður suður að túni, frá sýsluveginum ræður heimreiðin að læknum sunnan við hesthúshólinn; þaðan bein lína að stíflu við efri enda vatnsleiðsluskurðarins, (þessi lína er í 30 m. fjarlægð frá norðvesturhorni fjóssins); þaðan bein lína suðvestur yfir hól Húsahól og í bæjarlæk rétt fyrir sunnan túngirðinguna; Bæjarlækurinn ræður svo merkjum í Bæjarvatn; frá upptökum Bæjarlækjar ræður bein lína í miðjan stærri Heyvatnshólma og þaðan í vörðu ca. 100 m. fyrir austan Jafnhóla og þaðan beina línu áfram í landamerkin, að sunnan milli Hrísa og Fremri-Fitja.  Að sunnan, vestan og norðan eru merkin eins og þau eru greind í landamerkjabréfi, dags 10. febrúar 1885. 

Afrit beggja landamerkjabréfa fylgja söluyfirliti þessu. Einnig fylgir kort þar sem áætluð eignamörk HMS koma fram, en það skal tekið fram að ekki hafa farið fram neinar mælingar eða samráð við eigendur nærliggjandi fasteigna um þessi mörk og formleg merkjalýsing liggur ekki fyrir.

Samkvæmt veðbandayfirlit hvíla á eigninni tvö veðlán, annars vegar frá Byggðastofnun og hins vegar frá Jarðasjóði Vestur-Húnavatnssýslu. Veðskuldir þessar skuli greiddar upp af fasteignasölu þegar greiðslur berast frá kaupanda.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.
Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegur 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
179000 m2
Fasteignanúmer
2135186
Húsmat
2.200.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
2.200.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 1984
531.3 m2
Fasteignanúmer
2135186
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
10.100.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
10.100.000 kr.
Brunabótamat
54.850.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1986
445.5 m2
Fasteignanúmer
2135186
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
9.960.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
9.960.000 kr.
Brunabótamat
53.850.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin