Fasteignaleitin
Skráð 21. maí 2024
Deila eign
Deila

Mikligarður

Jörð/LóðNorðurland/Akureyri-605
427842.1 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
115.000.000 kr.
Fermetraverð
269 kr./m2
Fasteignamat
862.000 kr.
Brunabótamat
128.280.000 kr.
Byggt 1952
Þvottahús
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2159291
Húsgerð
Jörð/Lóð
Byggingarefni
Steypt
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Um er að ræða jörðina Miklagarð sem staðsett er í um 20 mín aksturfjarlægð frá Akureyri í Djúpadal í Eyjafjarðarsveit. Jarðamerki eru skýr en stærð hennar er ókunn en um 43 ha. eru ræktað land. 

Á jörðinni er einbýlishús, heilsárs timburhús, vélaskemma, fjós með mykjukjallara, fjárhús, hlaða og hesthús.

Einbýlishúsið er 4-5 herbergja samtals 138,3 fm. en norðan við það stendur lítil óeinangruð geymsla samföst húsinu. 
Komið er inn í forstofu með máluðu gólfi þar sem er aðstaða fyrir þvottavél. Inn af því er rými sem nýtt er í dag sem fatahengi. Einnig eru tvö herbergi inn af forstofunni sem hefur verið opnað á milli en með auðveldum hætti hægt að gera úr því tvö svefnherbergi. 
Úr forstofu er gengið upp nokkur þrep inn í eldhús. Þar er dúkur á gólfi, góð eldhúsinnrétting með stæði fyrir uppþvottavél og eldhúskrókur. Inn af eldhúsi er búr. 
Gangur er með dúk á gólfi og af gangi á vinstri hönd er baðherbergi með flísar á gólfi og stærstum hluta veggja, innréttingu í kringum vask og sturtuklefa. Við hlið þess er önnur forstofa. Tvö svefnherbergi eru af gangi og þar er dúkur á gólfum og skápar í þeim báðum. Stofa og borðstofa er björt með parket á gólfi.  

Heilsárshús sem stendur sunnan við einbýlishúsið er þriggja herbergja 56,7 fm. auk svefnlofts og er nefnt smáhýsi í fasteignaryfirliti. Það er töluvert endurnýjað.
Komið er inn í forstofu með gráar flísar á gólfi. Á holi er parket á gófli. Tvö svefnherbergi, bæði með parket á gólfi. Baðherbergi  var nýlega endurnýjað, flísar á gólfi, innrétting í kringum vask, salerni og sturtuklefi var allt endurnýjað. Þar er einnig opnanlegt fag. 
Stofa og eldhús er í opnu rými sem er afar bjart og þaðan er frábært útsýni um stóra glugga, parket er á báðum rýmum. Eldhúsinnrétting var einnig nýlega endurnýjuð, hún er hvít með dökkri borðplötu og stæði fyrir litla uppþvottavél. Við hlið eldhúskróks er útgengt út á verönd sem snýr til austurs.

Vélaskemma er byggð 1991 og er einangruð að ca. 1/3 hluta en henni er skipt upp með léttum millivegg. Þar er rafmagn og vatn í einangraða hlutanum. Stór innkeyrsluhurð með inngönguhurð er á austurstafni. 

Fjós er byggt árið 1969 og er 217 fm. Þar áður var básafjós en því hefur verið breytt til að hýsa rollur. Þá var kálfahús sem nú hýsir hænsni. Undir því er mykjuhús. Hlaða er sambyggð fjósi og stendur vestan við það og tengist einnig fjárhúsi og hesthúsi. Allar byggingarnar eru eða hafa verið nýttar undir sauðfé. Ástand þeirra er þokkalegt, fjárhúsin betri en hesthúsin lakari. 

Ræktað land er eins og áður segir um 42 ha. bæði fyrir ofan og neðan veg. Þá er einnig gott óræktað hólf efst og syðst á landareigninni. Við hlið þess er skógrækt þar sem byrjað var að planta í kringum 1990. Þá er afréttur á syðri Skjóldal sem og í fjallinu ofan við bæinn.  

Annað: 
-Einbýlishús þarnast viðhalds en kominn er tími á t.d. að skipta um glugga og þak
-Ekki er hitaveita á jörðinni en hægt að ná í hana með nokkuð auðveldum hætti en greiða þarf fyrir meðal annars heimtaugargjald og fl..
-Íbúðarhús er í dag með olíukyndingu og heilsárshúsið kynt með rafmagni. 
-Vatnslind er fyrir ofan bæinn. 
-Hafið samband á skrifstofu vegna tækjalista


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
olafur@byggd.is
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
berglind@byggd.is

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
427000 m2
Fasteignanúmer
2159291
Húsmat
6.180.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
6.180.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 1952
138.3 m2
Fasteignanúmer
2159291
Byggingarefni
Múrsteinn
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
17.250.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
17.250.000 kr.
Brunabótamat
52.250.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1966
141.4 m2
Fasteignanúmer
2159291
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
1.920.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.920.000 kr.
Brunabótamat
9.140.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1972
57.8 m2
Fasteignanúmer
2159291
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
313.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
313.000 kr.
Brunabótamat
2.210.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1969
217 m2
Fasteignanúmer
2159291
Byggingarefni
Holsteinn
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
4.710.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
4.710.000 kr.
Brunabótamat
24.900.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1970
96 m2
Fasteignanúmer
2159291
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
750.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
750.000 kr.
Brunabótamat
3.970.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1991
72 m2
Fasteignanúmer
2159291
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
2.100.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
2.100.000 kr.
Brunabótamat
9.200.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1996
56.7 m2
Fasteignanúmer
2159291
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
13.350.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
13.350.000 kr.
Brunabótamat
24.500.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1973
62.9 m2
Fasteignanúmer
2159291
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
123.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
123.000 kr.
Brunabótamat
2.110.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
BYGGÐ
http://www.byggd.is
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin