BYR fasteignasala kynnir í einkasölu ARNARHEIÐI 29, 810 Hveragerði. Fjögurra herbergja endaraðhús innarlega við botnlanga í grónu hverfi í Hveragerði. Smellið hér fyrir staðsetningu.
Húsið er steypt, byggt árið 1990, samtals 113.6 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, eldhús, stofa og borðstofa, þrjú svefnherbergi, skáli/sjónvarpshol, baðherbergi, þvottahús og geymsla.
**Eignin verður fyrst sýnd á opnu húsi. Tekið er á móti tilboðum daginn eftir opið hús** Bókaðu þig á opið hús | byr@byrfasteignasala.is | s. 483-5800**
Nánari lýsing:
Anddyri með opnum fataskáp.
Skáli/sjónvarpshol er innan við anddyri, Vegghendir skápar og hillur geta fylgt.
Stofa og borðstofa eru saman í opnu rými, þaðan er útgengt út á timburverönd til suðurs með heitum potti. Vegghengdir skápar í stofu geta fylgt.
Eldhús, Induction spanhelluborð, háfur, Electrolux ofn og innbyggð uppþvottavél fylgir, gluggi, borðkrókur.
Svefnherbergin eru þrjú.
Hjónaherbergi er með þreföldum fataskáp.
Barnaherbergin eru tvö, bæði með fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni, vask innrétting, skápur og sturta, gluggi.
Þvottahús og geymsla eru saman í opnu rými. Opnir fataskápar, vinnuborð, pláss fyrir tvær vélar undir borði, gluggar. Útgengt er út í bakgarð úr geymslu. Lúga er uppá loft frá þvottahúsi, fellistigi.
Gólfefni: Harðparket á skála/sjónvarpsholi, stofu og borðstofu og svefnherbergjum. Flísar eru á anddyri, eldhúsi, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu.
Arnarheiði 25-29 er þriggja íbúða raðhús. Húsið er steypt á einni hæð, járn á þaki, timburgluggar og hurðar.
Lóð er gróin, hellulögn er að inngangi hússins og meðfram húsi að framanverðu. Möl er í bílaplani, stæði fyrir þrjár bifreiðar. Hleðslustöð framan á húsi fylgir. Á timburverönd er heitur pottur.
Lóðin er 1500,0 m² leigulóð í eigu Hveragerðisbæjar.Möguleiki er á að sækja um að fá að byggja bílskúr við húsið.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 220-9804.
Stærð: Íbúð 113.6 m².
Brunabótamat: 63.900.000 kr.
Fasteignamat: 61.500.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2025: 62.800.000 kr
Byggingarár: Íbúð 1990.
Byggingarefni: Steypa.