Fasteignaleitin
Skráð 8. sept. 2023
Deila eign
Deila

Grænaborg 14

Nýbygging • FjölbýlishúsSuðurnes/Vogar-190
92.2 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
53.500.000 kr.
Fermetraverð
580.260 kr./m2
Fasteignamat
31.800.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2022
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2516015
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Nýjar lagnir
Raflagnir
Nýjar raflagnir
Frárennslislagnir
Nýjar lagnir
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt þak
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd
Lóð
7,48
Upphitun
Ofnalagnir
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
6 - Fullgerð án lóðarfrágangs
Matsstig
8 - Í notkun
**** Síðasta íbúðin Grænaborg 14 , laus við kaupsamning**** 
Möguleiki á hlutdeildarláni!        

Eign 01-0102: Eignin er 4ra herbergja íbúð á 1. hæð. Birt flatarmál eignarhluta 01-0102 er 92,2 m². Eigninni tilheyrir sérnotareitur á lóð 0108.
Domusnova fasteignasala kynnir í sölu: Grænaborg 14 við Grænubyggð í Vogum. Fjölbýlishús með 12 íbúðum. Íbúðirnar eru þriggja, fjögura og fimm herbergja íbúðir allar með sérinngangi.  Fjölbýlishúsið er byggt á vandaðan máta og einangrað og klætt að utan með varanlegri álklæðningu. Arkís sér um hönnun á verkinu og er húsið afar glæsilegt. Stærðir og gerðir íbúða eru eftirfarandi: Íbúð 104, 204 samtals tvær þriggja herbergja íbúðir  81,0 fm að stærð. Íbúð 102,103,105,202,203,205 sex fjögurra herbergja íbúðir 92,2 fm að stærð. Íbúð 101,201,106,206 fjórar  fimm herbergja íbúðir 106,2 fm að stærð. 

Smelli hér fyrir nánari upplýsingar á sölusíðu:

Grænabyggð mun rísa í landinu Grænaborg svæði 1 í Vogum. Um er að ræða frábærlega staðsett hverfi sem mun byggjast á næstu árum í fallegu, fjölskylduvænu og rólegu umhverfi við sjávarsíðuna. Hverfið er tengt núverandi byggð og því er stutt í alla helstu þjónustu. Gert er ráð fyrir að Grænabyggð verði um 1500 manna hverfi og er heildarfjöldi íbúða sem áformað er að reisa á landinu um 800 á 10 ára tímabili. Um er að ræða blandaða byggð, með aðaláherslu á lítil sérbýli. Allir innviðir eru þegar til staðar og ráða þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni og er áformað að reisa bæði nýjan leik – og grunnskóla í hverfinu á næstu árum samhliða stækkun hverfisins. Uppbygging svæðisins er til 10 ára samkvæmt samkomulagi Grænubyggðar ehf. við Sveitarfélagið Voga. Með því að dreifa byggingartíma yfir 10 ár, er tryggt að uppbygging og stækkun gerist í hægum og öruggum skrefum og að nauðsynleg uppbygging innviða geti átt sér stað samhliða. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi og samráði við Sveitarfélagið Voga með það að markmiði að byggja fjölskylduvænt hverfi á einstökum stað.
Smellið hér fyrir nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veita: 
Bergþóra löggiltur fasteignasali í síma 895 3868 eða bergthora@domusnova.is
Árni löggiltur fasteignasali í  síma 6634290 eða arni@domusnova.isSKILALÝSING
Almennt:
Arkitekt: Arkís  Arkitektar.   Burðarþolshönnun: VSR.    Lagnahönnun: VSR. Raflagnahönnun:  Raflausnir.   Hljóðhönnun:  Myrra. 
Brunahönnun:  Mannvit.  Lóðahönnun:  Landmótun.
Byggingaraðili: Jáverk ehf.

Grænaborg 6, 10 og 14  eru þrjú sjálfstæð  hús alls 36 íbúðir, án bílakjallara eða kjallara. Gert er ráð fyrir 12 íbúðum í hverju húsi.  Hjóla, vagna, sorp og inntaksklefar eru sjálfstæð hús. Gert er ráð fyrir 18 bílastæðum á lóð auk 2 bílastæða fyrir fatlaða á lóð samtals 20 stæði á lóð fyrir hvert hús.
Burðarkerfi eru samkvæmt burðarþolsteikningum, staðsteypt hús með sperruþaki. Húsið er allt einangrað að utan með 125 mm steinull og klætt með báruáli. Þök eru sperruþök með steinullar-einangrun klædd að neðan með gifsi.  Ytra byrði þaka: Þök verða borðaklædd, og PVC dúkur þar ofan á. Milliveggir eru flestir hlaðnir með sandstein.  Í tilfellum þar sem lagnir eru verða gipsveggir með blikkstoðum og tvöföldu gipsi þar sem við á.
Íbúðum er skilað fullbúnum án gólfefna, nánari lýsing er á hverjum verkþætti hér á eftir.  
 
Frágangur utanhúss:
Gluggar/gler:
Gler er K-gler, 5 ára ábyrgð framleiðanda fylgir. Gluggar verða timbur/ál gluggar settir í eftirá. Opnanleg fög eru með opnunarstillingu til loftunar. Útihurð og svalahurð  er timbur/ál, málað að vali arkitekta. Læsingar á hurðum eru hefðbundnar ASSA-læsingar, Euro-cylender eða sambærilegt. Ekki er gert ráð fyrir rafmagnsopnun á hurðir.
Gluggar og gler skulu uppfylla kröfu um hljóð sem gerð er samkvæmt skilmálum, hljóðkortum og hljóðskýrslum hljóðhönnuða.
Þak:
Þak er uppbyggt sem sperruþak, stálbitar munu bera uppi þak í mæni og skotrennum þar sem við á.  Einangrað er á milli sperra og gert er ráð fyrir 20-30mm lofunarbili fyrir ofan einangrun, ofaná sperrur er borðaklæðning 22 x 145 mm þétt klædd á milli 3 hvert borð er útbúinn lofunarrifa til að fá þverloftun á milli sperra, ofaná sperrur er heillímdur PVC dúkur, undir PVC dúk er sett filterdúkur. Að innan er loft klædd með gifsi.
Málmsmíði:
Allt stál utanhúss er heitgalvanhúðað og stál sem krefst brunavarnar er brunamálað eða leyst með öðrum viðurkenndum aðferðum í samráði við brunahönnuð. Svalahandrið boltast framaná svalakant
Svalir:
Handrið verða á öllum svölum, gert er ráð fyrir galv, pílárar handriðum. Svalagólf eru staðsteypt.
Sorpskýli:
Gert er ráð fyrir sorpskýlum á lóð. Skýli verða byggð upp sem lá timburskýli ( sjá hönnun arkitekta ) á steyptri plötu. Útveggir skýla verða klæddir að utan með gegnvörðum timburklæðningum.  Þak er trapeza með grasi ofan á
Hjóla og vagnageymslur:
Hjóla og vagnageymslur verða sjálfstæð hús við stiga upp á 2 hæð. Botnplata verður steypt, útveggir verða einangraðir timburveggir klæddir að utan með plötum, þök verða trapeza plötur með grasi ofan á.
Inntaksklefar:
Inntaksklefar  verða sjálfstæð hús við stiga upp á 2 hæð. Botnplata verður steypt, útveggir og þak verður steypt, einangrað og klætt að utan.   
   
Útveggir húsa:
Allir veggir eru staðsteyptir og einangraðir að utan með 125mm steinull. Að utan verða veggir klæddir með báruáli. Litir eru í samráði við arkitekt.
Raflagnir:
Ljós verða sett upp við svalir,  innganga og á stígum. Dyrabjöllur verða við hverja útihurð. 
 
Frágangur Lóðar:
Frágangur lóðar er í samræmi við lóðahönnun landslagsarkitekts.
Leiktæki:  Engin leiktæki eru útveguð eða sett upp á lóð af verktaka.
Hjólagrindur
Hjólagrindum verður komið fyrir á lóð nálægt inngöngum húsa samkvæmt teikningu lóðahönnuðar. 
Malbik og merkingar
Göngustígar innan lóðar verði malbikaðir að megninu til en miðjusvæði við innganga hellulagðir.
Bílastæði á lóð eru malbikuð og með máluðum bílastæðamerkingum.  Kantsteinar eru steyptir við bílastæði á lóð. Ljósastaurar samkvæmt teikningu.
Merkingar fyrir hreyfihamlaða eru málaðar á malbik eða með merkingu á vegg þar sem við á samkvæmt teikningum arkitekts.
Snjóbræðsla
Snjóbræðsla er að og í bílastæðum hreyfihamlaðra, í aðal aðkomuleiðum að inngöngum samkvæmt teikningum lagnahönnuðs. Reiknað er með að affall húsanna anni þörfinni. 
Hellulögn, og skjólveggir sérafnotareita
Hellulagðir eru sérafnotareitir íbúða á jarðhæðum. Settir verða upp 1m háir skjólveggir við sérafnotareiti samkvæmt teikningum  lóðarhönnuðar. 
Gróður og gras
Gengið er frá gróðri á lóð samkvæmt lóðarteikningu, engin trjágróður fylgir lóð.
 
Frágangur íbúða inni:
Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna. Útveggir og hluti innveggja eru steyptir og verða með sléttri áferð, málaðir hvítir/ljósir. Léttir innveggir eru hlaðnir á hefðbundinn hátt, svo spartlaðir, grunnaðir og málaðir í hvítum/ljósum lit. Veggir á baðherbergjum eru málaðir með háu gljástigi, flísalagt er á veggi við sturtu.
Gólf:
Íbúðir eru afhentar án gólfefna að undanskildu baði og anddyri. Gólf á baðherbergjum og forstofum eru lögð flísum. Öll gólf verða flotuð og tilbúin undir gólfefni. Tryggður verður vatnshalli á baðgólfi frá inngangshurð og í sturtubotn. Þau efni sem tilgreind eru hér að neðan eru til viðmiðunar eða sambærilegt frá öðrum birgja.
Veggir:
Allir veggir íbúðar eru sparslaðir og málaðir hvítir/ljósir. Veggir á baðherbergjum eru málaðir hvítir/ljósir að vali verkkaupa með háu gljástigi og flísalagt er á veggi í sturtusvæðum. Útveggir íbúðar eru einangraðir að utan, sparslaðir að innan og málaðir.
Loft:
Loft á 1 hæð eru sléttsandspörtluð, máluð með plastmálningu. Loft á baðherbergjum eru máluð með rakaþolnu málningarkerfi. Loft neðaná sperruþök eru klædd með gifsi, máluð með plastmálningu.

Innihurðir:
Yfirfelldar hurðir, plastlagðar, hvítar.

Innréttingar:
Allar innréttingar eru frá innréttingarframleiðandanum Taumona og eru úr melamin efni. Lamir, búnaður og skúffur eru með mjúklokun.
Eldhús:
Skápar í innréttingum og hurðar eru hvítar. 
Niðurröðun skápa, tækja og vasks er samkvæmt teikningu arkitekta og útlitsteikningum frá innréttinga söluaðila. Hæð efri og neðri skápa skal vera sem næst 80cm   Skúffa skal vera undir bakstursofni. Ísskápshólf er með þili beggja vegna ásamt toppi. Ruslaskápur verður útdreginn og með hólfum til flokkunar. Borðplötur eru plastlagðar með mattri áferð. Lamir, búnaður og skúffur er með mjúklokun.  Sökklar eru hvítir ca 120 - 150 mm háir. Höldur eru úr burstuðu stáli.
Klæðaskápar hjóna:
Í hjónaherbergi er einn 180 x 58 x 229 cm hvítur fataskápur, samsettur úr tveimur 60 cm breiðum einingu fyrir hangandi föt.  Ofan við slá er hilla.  Á skápnum eru tvær hurðir á lömum.  Í 60 cm breiðri einingu eru 5 lausar hillur og ein hurð á lömum.  Höldur eru úr burstuðu stáli.
Forstofa:
Í forstofu er 100cm fatahengi, ofan við slá er hilla, skápur í forstofu er 50 x 58 x 229 cm hvítur með 5 hillum.
Innréttingar í barnaherbergi:   Engar innréttingar eru í barnaherbergjum.
Sólbekkir:   Engir sólbekkir verða í íbúðum.
Baðherbergi:
Innréttingar á baðherbergi eru vegghengdur skúffuskápur með tveimur skúffumí stærðinni 60 x 49 x 57 cm með vaski ofan á og blöndunartæki. Spegill fyrir ofan Godmorgon vörunúmer 30149132 eða sambærilegar vörur. Höldur eru úr burstuðu stáli.

Rafmagn:
Rafmagn fullfrágengið með greinatöflu í hverri íbúð. Rafmagn er skv. teikningu. Sjónvarps- og nettenglar á tveimur stöðum í íbúð. Rofar og tenglar eru hvítir frá Gira eða sambærilegt.
Útiljós verða við inngang, útitengill og ljós á svölum. Tengill er fyrir uppþvottavél í öllum íbúðum.
Vinnu- og efnisgæði. Öll vinna og frágangur rafbúnaðar svo og rafbúnaður skal vera í einu og öllu í samræmi við Íslenskan staðal ÍST 200:2006, nýjustu útgáfu af Reglugerð um raforkuvirki (rur) og kafla 3 í fyrirsögn um vinnubrögð (fuv) í ákvæðisgrundvelli rafvirkja. Allt efni sem nota skal til brunalokana og brunavarna skal hafa gildandi viðurkenningu til þess af Mannvirkjastofnun. 
Innlagnaefni
Dæmigert innlagnaefni væri GIRA standard eða sambærilegt, með hvítri glansáferð:
Raflýsing íbúða og sameigna
Raflýsing íbúða er í samræmi við ÍST 150:2009.  Loftljós innandyra verða 9 x 25 cm SPÄCKA ljós frá IKEA, vörunúmer 60347395, þar sem staðall kveður á um frágengna lýsingu. Í öllum öðrum rýmum er pera í fatningu. Eða sambærilegt.  Undirskápalýsing í eldhúsi er OMLOPP LED 60 W frá IKEA, 375 Lumen, vörunúmer 30245223. Eða sambærilegt
 
Eldhúsraftæki:
Eldhúsraftæki eru frá Amice, Electrolux, Ikea  eða sambærileg. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu, sem fylgja ekki.
Búnaður:
Reykskynjarar fylgja uppsettir. Slökkvitæki fylgir hverri íbúð.
Hitalögn:
Hitalögn er hefðbundin. Húsið er upphitað með miðstöðvarofnum á hefðbundinn hátt með hitastýringu.  Handklæðaofn á baði er 478 watta Roma/Lazzirini 60 x 123 cm frá Ísleifi Jónssyni, vörunúmer 45386358 eða sambærilegur.
 
Loftræsing
Vélræn loftræsing er í votrýmum íbúða ásamt geymslurýmum, samkvæmt reglugerð og teikningum loftræsihönnuðar. Vanda skal sérstaklega festingar og frágang loftræsiröra, fjaðrandi festingar á rörum og rör vafin eða skilin að með ull vegna hljóðkrafna og elds. Sjá nánar í frágangslýsingu fyrir lagnir og loftræsikerfi m.t.t. hljóðhönnunar frá Myrru sem er vistað inná verkefnisvef. Stýringar fyrir loftræsikerfi skulu staðsettar þannig að almenningur hafi ekki greiðan aðgang að þeim.
Í útvegg í opnum rýmum beint upp af ofnum er komið fyrir aðgengilegum ferskloftsventlum sem anda út að innri brún útveggjaklæðningar, ferskloftsventill verður útbúinn með filter að innan sem hægt er að endurnýja t.d. ULA frá Lindab eða sambærilegt. Setja skal ventla í lokuð anddyri og tæknirými. Í inntaksrými verður sett loftristar til kælingar.
Nánari staðsetning mun koma fram á loftræsiteikningum.
 
Teikningar/ tæknilegar útfærslur:
Í kaupsamningi kemur fram hvað teikningar arkitekts eru í gildi á þeim tíma þegar kaupsamningur er gerður. Á byggingartíma hússins áskilur byggingarfélagið sér rétt til að breyta þessum teikningum í samráði við arkitekt vegna tæknilegra útfærsla sem upp geta komið í framkvæmdinni. Teikningar annarra hönnuða geta líka breyst vegna tæknilegra útfærsla og eða breytinga vegna búnaðar sem síðar er valinn inn í eða utan á húsið.
 
Afhending íbúða:
Kaupandi og verksali taka út íbúðir í sameiningu við skil og sannreyna ástand íbúðarinnar. Ef gallar eða vanefndir koma í ljós skal verksali lagfæra galla við fyrsta tækifæri. Íbúðir eru þrifnar fyrir skil og afhendast hreinar.
Í öllum tilvikum þar sem minnst er á tegundir af hinum ýmsu tækjum og innréttingum í skilalýsingu þessari er átt við þau tæki eða sambærileg á þeim tíma sem uppsetning á sér stað. Sama á við um birgja/efnissala, seljandi áskilur sér rétt til breytinga þar á og verður þá miðað við sambærilega vöru.


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Bergþóra Lárusdóttir
Bergþóra Lárusdóttir
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Grænaborg 10
Skoða eignina Grænaborg 10
Grænaborg 10
190 Vogar
92.2 m2
Fjölbýlishús
413
580 þ.kr./m2
53.500.000 kr.
Skoða eignina Grænaborg 6
Skoða eignina Grænaborg 6
Grænaborg 6
190 Vogar
92.2 m2
Fjölbýlishús
413
580 þ.kr./m2
53.500.000 kr.
Skoða eignina Grænaborg 10
Skoða eignina Grænaborg 10
Grænaborg 10
190 Vogar
92.2 m2
Fjölbýlishús
413
580 þ.kr./m2
53.500.000 kr.
Skoða eignina Grænaborg 6
Skoða eignina Grænaborg 6
Grænaborg 6
190 Vogar
92.2 m2
Fjölbýlishús
413
580 þ.kr./m2
53.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache