Eignin er seld með fyrirvara.
REMAX / Erling Proppé & Ágúst Ingi Davíðsson kynna: Falleg 5 herbergja fjölskyldueign með sérinngangi á tveimur hæðum, á frábærum stað í hinu vinsæla Lindahverfi, 201 Kópavogi.- Björt eign með miklu útsýni! - Stærri gólfflötur á efri hæð en telur í uppgefnum fermetrum
- Góðar svalir að aftan og aðrar grillsvalir að framan!
- Skv. upprunalegri teikningu er möguleiki á að gera fimmta svefnherbergið í stofunni
- Tvö einkastæði fylgja eigninni með uppsettri hleðslustöð frá ON
Allar nánari upplýsingar veita:
Erling Proppé Lgf. // s. 6901300 // erling@remax.is Ágúst Ingi Davíðsson Lgf. // s. 7878817 // agust@remax.is1. hæð: Fallegt vínilparket á allri hæðinni. Anddyri, með flísum á gólfi.
Eldhús er opið inn í stofu með eyju, helluborð, bakaraofn og háfur.
Þvottahús er við eldhúsið með glugga fyrir loftun. Flísar á gólfi.
Stofan er stór og með útgengt út á svalir. Í stofunni er stigi upp á efri hæðina.
Herbergi 1 er rúmgott með fataskáp.
Herbergi 2 (Hjónaherbergið) er með stórum skáp og svölum (settar upp 2019-2020).
Baðherbergið er með innréttingu, sturtuklefa, baðkari, ofni og glugga.
2. hæð: Fallegt vínilparket á allri hæðinni. Gengið er upp stiga í lítið hol. Frá holinu eru herbergi sitthvoru megin.
Herbergi 3 er rúmgott með velux glugga.
Herbergi 4 er rúmgott með Velux glugga.
Sjónvarpshol er við annað herbergið ásamt mjög rúmgóðum geymslum undir súð.
Skrifstofurými er við hitt herbergið, einnig rúmgóðar geymslur þar undir súð.
Við útidyrahurðina er
mjög rúmgóð geymsla með opnanlegum glugga sem fordæmi eru fyrir í nálægum húsum að hafi verið tengd við íbúðina.
Nýlegar framkvæmdir skv. seljanda: - Gluggakarmar málaðir að utan sumarið 2023, farið yfir gler og ekki talin þörf á að skipta.
- Sumarið 2023 var tengt fyrir hleðslustöð í bílastæði og leigustöð frá ON sett upp, nýr eigandi getur tekið við samninginum.
- Sumarið 2023 snjóbræðsla var lögð í stétt og tröppur.
- Þak málað og yfirfarið sumarið 2022.
Heilt yfir alveg frábær fjölskyldueign með fallegu útsýni sem vert er að skoða!
Fyrir nánari upplýsingar veita:
Erling Proppé lgf // 690-1300 // erling@remax.is
Ágúst Ingi Davíðsson // 787-8817 // agust@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 59.900 mvsk.