Fasteignaleitin
Skráð 17. mars 2025
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Mil Palmeras

FjölbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
81 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
47.100.000 kr.
Fermetraverð
581.481 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Þvottahús
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
102210125
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Svalir og möguleiki á þakverönd
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sameiginlegur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FALLEGAR ÍBÚÐIR VIÐ STRÖND* 
Verið velkomin til Mil Palmeras þar sem við bjóðum upp á fallegar og vel skipulagðar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í nýjum og fallegum nútímalegum íbúðakjarna. Frábær staðsetning í hjarta Mil Palmeras, í góðu  samræmi við dásamlegt umhverfi, aðeins 600 metra frá einni af bestu ströndum Miðjarðarhafsins. Þetta er kjörinn staður fyrir þá sem leita bæði slökunar og ævintýra.
Aðeins um 60 mín akstur suður frá Alicante.

Hægt er að velja úr íbúð á jarðhæð með sérgarði, miðhæðum með svölum og efstu hæð með sér þaksvölum. Allar íbúðir hafa aðgengi að fallegum sameiginlegum sundlaugargarði.  Fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni. Örstutt labb á ströndina og í verslanir og veitingastaði í bænum,  Fallega gróið umhverfi með göngu-og hjólaleiðum. 

Allar upplýsingar gefa:
Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 00354 893 2495. adalheidur@spanareignir.is, 
Berta Hawkins, löggiltur fasteignasali, berta@spanareignir.is GSM 0034 615 112 869,
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 00354 777 4277. karl@spanareignir.is

Nánari lýsing:

Íbúðirnar skiptast í gott eldhús, með góðri tengingu við stofu og borðstofu í alrými. 
Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Einnig er hægt að velja íbúðir með þremur svefnherbegjum og tveimur baðherbergjum.
Aðgengi að góðum sameiginlegum sundlaugargarði. Kjörin aðstaða til að njóta útiveru í góðu veðri allt árið.
Gott útsýni, ma. til sjávar.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.

Örstutt göngufæri á fallega strönd, en Mil Palmeras ströndin er ein sú besta á Costa Blanca svæðinu. Einnig er stutt að rölta í miðbæinn, þar sem er úrval veitingastaða, verslana og þjónustu. Hér er um einstaka eign og staðsetningu að ræða, algjöra útivistarparadís í rólegu og fallegu umhverfi nálægt fallegri strönd. Ekta staður fyrir þá sem vilja njóta útiveru í góðu veðri allt árið, eða jafnvel flytja alfarið í sólarparadísina á Spáni.
Ótal góðir golfvellir á svæðinu.

Verð miðað við gengi 1Evra=145ISK: 
2 svefnherb. + 2 baðherb. frá 325.000 Evrur.  (ISK 47.100.000) 


Íbúð: 68fm. Verönd: 13 fm. Samtals 81 sérafnotafm.

Á samastað er líka hægt að velja íbúð með:
3 svefnherb. + 2 baðherb. frá 349.000 Evrur. (ISK 50.500.000) 

Til afhendingar í ágúst 2026.
Ofan á öll verð leggst 10% skattur og ca. 3% kostnaður við kaupin, samtals ca. 13%.

Hægt er að fá eignirnar afhentar fullbúin húsgögnum og rafmagnstækjum gegn viðbótarkostnaði. þannig að allt verði tilbúið þegar flutt er inn.
Hagstæð fjármögnun í boði úr spænskum bönkum, sem auðveldar kaupin.

Fyrsti áfangi býður upp á 24 fallega hannaðar íbúðir með 2 og 3 svefnherbergjum, ásamt 12 efri og neðri sér hæðum með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Þetta er lokaður íbúðakjarni, sem tryggir öryggi og rólegheit. Íbúðunum fylgja sér bílastæði, fallegir sameiginlegir sundlaugargarðar með góðri aðstöðu fyrir bæði börn og fullorðna.
Hvert smáatriði hefur verið vel úthugsað með áherslu á þægindi. Vönduð innanhúss hönnun hámarkar pláss og þægindi. Íbúðirnar eru með stórum veröndum, þar sem ma. er hægt að  njóta töfrandi útsýnis og Miðjarðarhafsloftslags.
 
Einstakt tækifæri til að  tileinka  sér einstakan lífsstíl í þægilegu Miðjarðarhafsloftslagi.
Hafðu samband við okkur og fáðu frekari upplýsingar.  
Taktu fyrsta skrefið í átt að draumaeigninni þinni!
 
Mil Palmeras er fallegur lítill strandbær í sveitarfélaginu Pilar de la Horadada, í Alicante héraði á Spáni. Það er staðsett við strönd Miðjarðarhafsins, sem liggur að Dehesa de Campoamor (Orihuela) í norðri og Torre de la Horadada í suðri.
Þarna getur þú notið þriggja stranda með fínum hvítum sandi: Playa de Mil Palmeras, Playa Vista Mar og Playa Río Seco.
Við mælum heils hugar með þessari staðsetningu.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir allt að 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í allt að 13%.

Eiginleikar: sér garður, sameiginlegur sundlaugargarður, bílastæði, air con, þakverönd, strönd, útsýni,
Svæði: Costa Blanca, Mil Palmeras,
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Svæðisupplýsingar

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR -Torre de la Horadada
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR -Torre de la Horadada
Spánn - Costa Blanca
101 m2
Hæð
322
479 þ.kr./m2
48.400.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Vistabella golf
SPÁNAREIGNIR - Vistabella golf
Spánn - Costa Blanca
74 m2
Parhús
322
645 þ.kr./m2
47.700.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf
Spánn - Costa Blanca
96 m2
Fjölbýlishús
322
491 þ.kr./m2
47.100.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - La Finca Golf
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - La Finca Golf
Spánn - Costa Blanca
92 m2
Fjölbýlishús
423
512 þ.kr./m2
47.100.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin