Fasteignaleitin
Opið hús:26. mars kl 17:00-18:00
Skráð 26. feb. 2025
Deila eign
Deila

Klapparstígur 1

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
105 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
90.900.000 kr.
Fermetraverð
865.714 kr./m2
Fasteignamat
82.250.000 kr.
Brunabótamat
63.270.000 kr.
Mynd af Ólafur H. Guðgeirsson
Ólafur H. Guðgeirsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 1990
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2003084
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
12
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
Ástand ekki vitað
Raflagnir
Ástand ekki vitað
Frárennslislagnir
Ástand ekki vitað
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Ástand ekki vitað
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Sérafnotareitur frá borðstofu
Lóð
0,74
Upphitun
Ofnar, ástand ekki vitað
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Laus strax - Sérlega vel skipulögð 105,0 fermetra björt og mjög rúmgóð íbúð á jarðhæð með afar góðu aðgengi. Íbúðin sjálf er 99 fermetrar og geymsla en 6 fermetrar, en einnig fylgir eigninni bílastæði í lokaðri bílageymslu. Stofur eru mjög rúmgóðar með plássi fyrir stórt borðstofuborð, bjartir gluggar í tvær áttir, útgengi út á sérafnotareit við eldhús og stofu, nýtt eldhús, tvö rúmgóð herbergi, fallegt baðherbergi. Húsið, sem byggt er 1990 og tilheyrir húsaþyrpingu á Völundarlóðinni svokölluðu, lítur vel út og hefur fengið gott viðhald. Verið er að ljúka við stórt viðhaldsverkefni sem seljendur hafa greitt fyrir. Í húsinu starfar húsvörður á vegum húsfélagsins.

Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða olafur@eignamidlun.is sem einnig sýnir eignina. Til að undirbúa kauptilboð þá er skynsamlegt að fá söluverðmat á þinni eign, þér að kostnaðarlausu. Hringið og ræðið málið í síma 663-2508.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT.


Komið er inn í forstofurými eða gang íbúðarinnar, þar sem er stór fataskápur, rúmgott herbergi til hægri, opið úr gangi í stofur sem eru í einu opnu og björtu rými. Til vinstri úr stofurými er gangur þar sem baðherbergi og hjónaherbergi. Innst í stofu til vinstri er eldhús, opið að hálfu til stofu.
Stofur eru áberandi breiðar og bjartar með góðu rými, stórir gluggar í tvær áttir, gluggi við eldhús í enda stofu er með svaladyrum út á sérafnotareit. Góð birta inn um stóra glugga á stofu og útsýni sem kemur á óvart þó íbúðin sé að jarðhæð. Eldhús nýlega endurnýjað með fallegri hvítri innréttingu, nýjum eldhústækjum, innbyggðum ísskáp og dökkum borðplötum, dúkur á gólfi. Baðherbergi er flísalagt, veggir og gólf, vegghengt salerni, baðkar með sturtu, skápur undir vaski. Hjónaherbergi er með gólfsíðum glugga og stórum fataskáp, gott minna herbergi við forstofu einnig með gólfsíðum glugga.
 
Á gólfum er eldra viðarparket sem lítur ágætlega út og hefur aldrei verið pússað. Dúkur á eldhúsi, flísar á baði. Sérafnotareitur utan eldhúss þar sólar nýtur seinni part dags.

Gott sameiginlegt þvottahús er á hæðinni. Góð geymsla fylgir íbúðinni á jarðhæð sem og sér bílastæði í lokuðu bílastæðahúsinu. Einnig eru sameiginlegar hjóla- og vagnageymslur, önnur við innkeyrsluna í bílageymsluna.
 
Vel hönnuð, björt og rúmgóð íbúð í húsi sem hefur fengið gott viðhald. Seljendur hafa þegar greitt yfirstandandi viðhaldsverkefni að fullu. Laus strax.
 
Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.
Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegur 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1995
Fasteignanúmer
2003084
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
00
Númer eignar
14
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.670.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Svæðisupplýsingar

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Þórsgata 12
3D Sýn
Skoða eignina Þórsgata 12
Þórsgata 12
101 Reykjavík
125.7 m2
Fjölbýlishús
413
756 þ.kr./m2
95.000.000 kr.
Skoða eignina Sólvallagata 80
Bílastæði
Skoða eignina Sólvallagata 80
Sólvallagata 80
101 Reykjavík
115.8 m2
Fjölbýlishús
413
776 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Sólvallagata 31
Skoða eignina Sólvallagata 31
Sólvallagata 31
101 Reykjavík
107.6 m2
Fjölbýlishús
614
836 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Vesturgata 35A
Skoða eignina Vesturgata 35A
Vesturgata 35A
101 Reykjavík
99.4 m2
Parhús
624
874 þ.kr./m2
86.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin