** Eignin er seld með fyrirvara **
Remax kynnir í einkasölu: Mjög falleg og björt tveggja herbergja 58,9 fm. íbúð á 9. hæð við Gullsmára 11, 201 Kópavogi. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús með matarbúri, stofu/borðstofu með útgengt út á svalir með mjög fallegu útsýni, eitt svefnherbergi og baðherbergi með tengi fyrir þvottavél. Íbúðin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands 54,1 fm. en íbúðin er undir súð og því gólfflötur töluvert stærri en uppgefnir fm. En því til viðbótar er 4,8 fm. geymsla sem er vel staðsett í sameign á jarðhæð. Tvær lyftur eru í húsinu og bílastæði eru sameiginleg fyrir framan húsið. Eign er eingöngu fyrir 60 ára og eldri.
Á 10. hæð hússins er veislusalur sem er til afnota fyrir íbúa hússins. Í Gullsmára 13 sem er tengdur húsinu er félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi, þar sem er fjölbreytt félagsstarf, heitur matur í hádeginu ásamt því að starfrækt er snyrti- og hárgreiðslustofa. Virkilega góð eign þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og fallegar gönguleiðir.Sjáðu eign í 3D með því að smella hérSækið söluyfirlit milliliðalaust með því að smella hérNánari lýsing:Forstofa er með innbyggðum fataskáp. Parket á gólfum.
Eldhús er með ljósri viðarinnréttingu og hvítum flísum á milli skápa. Neðri skápar eru nýlega sprautulakkaðir. Fyrir innan er matarbúr með góðu hilluplássi. Parket á gólfum.
Stofa/borðstofa er há til lofts, mjög opin og björt. Útgengt er út á góðar norð/vestur
svalir með mjög fallegu útsýni. Parket á gólfum.
Svefnherbergi er með innbyggðum fataskáp. Parket á gólfum.
Baðherbergi er með hvítri vaskinnréttingu, sturtuklefa og tengi er fyrir þvottavél. Flísar á gólfum.
Sérgeymsla er 4,8 fm. að stærð og er vel staðsett í sameign hússins á jarðhæð.
Bílastæði eru sameiginleg fyrir framan hús ásamt rafmagnshleðslu fyrir bíla.
Nánari upplýsingar gefur Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.