Fasteignasala Suðurlands (s 483 3424) kynnir í einkasölu: Reykjabraut 7, Þorlákshöfn. Einstaklega vel staðsett og vel skipulagt einbýlishús með 4 svefnherbergjum og bílskúr. Garðurinn er fallegur og uppgróinn, með 2 sólpöllum, heitum potti og gróðurhúsi !
**Hægt er að bóka skoðun og fá allar nánari upplýsingar á fastsud@gmail.com og í síma 483 3424 **
Eignin:
* Flísalögð forstofa með stórum skáp og fatahengi.
* Fallegt eldhús með innréttingu úr kirsuberjavið, vönduðum heimilistækjum og span helluborði. Íssápur og uppþvottavél eru innfelld og fylgja. Flísaparket er á gólfi.
* 4 svefnherbergi með beyki plastparketi á gólfi. Skápar eru í öllum herbergjum.
* Rúmgóð stofa og hol með beyki plastparketi á gólfi.
* Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, hvítlakkaðri innréttingu með dökkri borðplötu og baði. Hiti er í gólfi.
* Þvottahús er inn af eldhúsi. Í þvottahúsi er góð innrétting með vinnuborði og vask og flísar á gólfi. Utangengt er úr þvottahúsinu.
* Inn af þvottahúsi er geymsla með hillum og flísum á gólfi.
* Bílskúr. Bílskúrinn er einangraður, með rafmagni og er hitaður upp með affalli af húsinu.
* Bílaplan er með bundnu slitlagi (olíumöl).
** Garðurinn er fallegur, uppgróinn og með 2 sólpöllum, heitum potti og gróðurhúsi !
70m2 sólpallur með heitum potti er á suðurhlið hússins. Í garðinum er kofi fyrir börnin.
Á norðurhlið hússins er 30m2 sólpallur. Þar er tjörn með gosbrunn.
Nýtt gróðurhús á sólpalli; álgrind með plexigleri.
Gangstígur að húsinu er flísalagður.
Óklárað glerhýsi ca 12m2 í garði (en hlið glerhýsisins liggur að bílskúrnum).
*** Búið er að endurnýja hitaveitu og neysluvatnslagnir. Plastgluggar og útihurðar eru í öllu húsinu. Seljandi lagfærir þökulögn að framanverðu.
Húsið þarfnast spörslunar og málunar að utan.
Í Þorlákshöfn er þjónustustig mjög gott - hagnýtar upplýsingar:
Við Þorlákshöfn er rómaður golfvöllur sem staðsettur er í jaðri byggðarinnar, rétt við sjávarsíðuna!
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
815 | 168.5 | 64,6 | ||
815 | 134.2 | 59,9 | ||
815 | 120.1 | 65,6 | ||
815 | 131.6 | 65,5 | ||
815 | 130.5 | 65,5 |