Domusnova fasteignsala og Sverrir Sigurjónsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna:
Í einkasölu.Mikið endurnýjað einbýlishús, á stórri lóð á Eyrarbakka.
Húsið er byggt úr timbri og klætt að utan með bárujárni.
Að innan telur eignin:
Miðhæð:
Forstofa með flísum á gólfi og skáp
Eldhús með hvítri fulninga innréttingu, viðargólf
Baðherbergi með flísum á gólfi, sturtuklefa, tengi fyrir þvottavél og þurrkara
Stofa með viðargólfi
Herbergi með viðargólfi og skáp, er í dag notað sem borðstofa.
Stigi á milli hæða er úr timbri.
Í risi er stórt herbergi, með timburgólfi
Í kjallara eru tvö svefnherbergi og vinnuaðstaða með eldhúsinnréttingu. flísar eru á gólfi. Lagnir eru fyrir WC í kjallaranum og því möguleiki á aukaíbúð þar
Bílskúr er áfastur húsinu og er hann ríflega fokheldur að innan, en gólf er ósteypt. möguleiki er að stækka íbúðina inní bílskúrinn
Sólpallur með tengingum fyrir heitan pott er sunnan við húsið.
Einnig er mögulegt að kaupa með húsinu Þykkvaflöt 10, sem eru gömul útihús, ásamt breytingarteikningum í íbúðarhús
Nánari upplýsingar veita:Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Sverrir Sigurjónsson löggiltur fasteignasali / s.662 4422 / sverrir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.